Allar fuglamyndir á vefnum okkar eru teknar af Pétri Bjarna Gíslasyni.
Flickr síða

Flórgoði

Flórgoði er fugl af goðaætt. Flórgoðinn er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi, en algengastur við Mývatn og þar í grennd.  Ekki má rugla honum saman við frænda sinn, sefgoðann.[Wikipedia]

Steindepill

Steindepill er fugl sem var áður flokkaður með þröstum en telst nú til grípa. Steindepillinn er varpfugl á Íslandi. Hann er einnig þekktur sem Steinklappa og er það tilvísun í hljóðið sem hann gefur frá sér; líkt og steinum sé barið saman. [Wikipedia]

Toppönd

Toppönd er önd sem er bæði staðfugl og farfugl á Íslandi. Toppendur eru önnur tveggja tegunda af ættkvíslinni Mergus hér á landi, en það þýðir að hún er fiskiönd; hin kallast gulönd.