Safnið

Fuglasafn Sigurgeirs var opnað við hátíðlega atöfn þann 17. ágúst 2008

Safnið á um 330 uppstoppaða fugla og um 500 egg. Í sýningarsalnum eru 280 fuglar og 300 egg til sýnis. Safnið á alla Íslenska varpfugla nema nema Haförn. Safnið er mjög skemmtilega uppsett og vandað til allra þátta. Á upplýsingaspjöldum eru nöfnin á nokkrum tungumálum, útbreiðsla fuglanna bæði sumar og vetur og svo er hnappur sem hægt er að þrýsta á og þá kemur ljós við fuglinn. Þetta getur verið tilvalinn leikur fyrir skóla, fjölskyldu eða aðra hópa að keppa um hver þekkir flesta fuglana.