Súkkulaði terta

Dísæt og góð súkkulaðiterta. Uppáhald flestra. Framreidd með rjóma svo áhrifin eru nánast fullkominn. Til að finna góða uppskrift af súkkulaðitertunni þurftum við því að fara framar í tíma og leituðum við til mömmu sem hefur alltaf bakað bestu súkkulaðitertuna.

Nýbakaðar vöfflur

Vöfflurnar bökum við á staðnum eftir uppskrift frá ömmu. Rabbabarasultan er gerð af heimamönnum úr rabbabara sem vex í bakgarðinum. Uppskriftin af sultunni er einnig frá ömmu enda besta sulta í heimi. Rjómin kemur svo bara úr Íslensku kúnum.

Flatbrauð með hangikjöti

Það eru húsmæður í Mývatnssveit sem baka flatbrauðið og sjá til þess að það er alltaf ferskt og nýtt. Hangikjötið fáum við hjá bændum úr Mývatnssveit. Kjötið er taðreykt og með beini. Taðið kemur frá býlunum sjálfum. Við taðvinnsluna er lögð áhersla á góð og vönduð vinnubrögð og er það verkað samkvæmt gömlum hefðum, látið veðrast vel, þurrkað, hreykt og staflað í stæður.

Peru terta

Perutertan er nýrri og nútímalegri en það sem að ofan er talið og kunni amma ekki að baka hana. Til að finna góða uppskrift af perutertu þurftum við því að fara framar í tíma og leituðum við til mömmu sem hefur alltaf bakað bestu perutertuna.

Rúgbrauð með reyktum silungi

Silungur hefur verið veiddur og reyktur á hverjum bæ í Mývatnssveit í aldaraðir. Reyktur silungur nefnist saltreyð.

Kaffið okkar

Uppáhellt kaffi, þetta gamla góða Expresso fyrir þá sem vilja hafa það sterkt og gott Kaffi latte fyrir þá sem njóta þess að drekka gott kaffi Kapuchino fyrir þá sem drekka kaffið með innlifun