Sigurgeir Stefánsson
Geiri

Sigurgeir Stefánsson

Fæddur 31.01.1962 - dáinn 26.10.1999

Sigurgeir er fæddur og uppalinn í einni mestu náttúruperlu heimsins og því stutt í eitt helsta áhugamál hans sem voru fuglar. Hann byrjaði snemma að safna eggjum og síðar komu uppstoppuðu fuglarnir. Fyrst í stað fyllti hann allar hillur í herberginu sínu og víðar með uppstoppuðum fuglum. Besta lýsingin á áhuga Geira og upphafi söfnunar hans er að finna í grein úr Morgunblaðinu sem byrtist þann 20. desember 1998 tæpu ári áður en hann dó. Það vour Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson sem heimsóttu Geira.

Hér má sjá þessa grein.

Geiri og Sigurjón Manfreðsson
Geiri og Sigurjón Manfreðsson

Þann 18. janúar 1996 tók Bjarni Hafþór Helgason viðtal við Geira og hér er hægt að sjá þetta viðtal. Þetta er stór skrá svo það þarf öfluga tengingu til að spila viðtalið.

Árið 1985 gáfu Jón Sigtryggsson Syðri-Neslöndum og Guðmundur Ingvi Gestsson Geira gamlan Kröfluskúr og hafa fuglarnir og eggin verið í honum síðan. Þetta er 13 fermetra skúr og hann vel yfirfullur og er nokkuð af fuglunum geymt annarsstaðar. Geiri var búinn að safna yfir 300 fuglum, um 180 tegundum og um 100 tegundum af eggjum. Þetta er stærsta fuglasafn í einkaeigu sem við vitum um.


Gamla safnið, skúrinn
Gamla safnið

Safnið hefur aldrei verið auglýst en það hefur spurst út hvað þarna er að sjá og er talsverð umferð fólks sem vill sjá safnið.
Geiri var mikill náttúruunnandi og ferðaðist mikið um landið og sérstaklega hálendið, lengi vel á fjallabílnum sínum sem hann kallaði Eggert. Þetta er blár Ford Econoline, breyttur fyrir 44" dekk og sást langt að ef Geiri var á ferðinni.
Geiri mátti aldrei neitt aumt sjá og var alltaf tilbúinn til aðstoðar ef á þurfti að halda. Hann var mjög virkur í Björgunarsveitinni Stefáni og ófá útköllin sem hann lenti í þar.

Sigurgeir lést af slysförum við vinnu sína í Kísiliðjunni ásamt Jóni Kjartanssyni frá Húsavík og Böðvari Björgvinssyni frá Reykjavík starfsmönnum Símans.

Stebba, Sigga, Fáni og Geiri
Stebba, Sigga, Fáni og Geiri með dauðar endur

Aðstandendur Sigurgeirs hafa nú tekið höndum saman og ætla að reysa fuglasafnið sem Geira dreymdi um. Þetta er mikið verk og kostnaðarsamt. Margir hafa boðið okkur hjálp og styrki en betur má ef duga skal. Safnið verður byggt á vatnsbakkanum í Neslöndum og er frábært útsýni yfir vatnið og fuglana sem þar eru.

Vinnufélagar Sigurgeirs í Kísiliðjunni stofnuðu minningarsjóð um hann sem á að nota til að byggja fuglasafnið, Sparisjóður Þingeyinga hefur umsjón með sjóðnum og þar er hægt að styrkja byggingu safnsins og kaupa minningarkort.

Geiri var virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Herðubreið og hafa meðlimir hans selt fuglakorn til að afla fjár í bygginu fuglasafnsins.

Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir af Geira við ýmis tilefni en þó oftast á ferðalagi um hálendi Íslands þar sem hann undi sér vel. Áhugin á fuglum byrjaði snemma eins og sést á myndinni hér til hliðar en systkinin hafa hér fundið 2 dauðar endur og eru mjög sorgmædd yfir örlögum þeirra.

Axel, Dísa, Stebba og Geiri
Axel, Dísa, Stebba og Geiri
Geiri í Krepputungu
Geiri og Gísli Gunnar í Krepputungu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Geiri á Eggert í Laufrönd
Geiri á Eggert í Laufrönd
Geiri og Gísli við vörðuna í Öskju
Geiri og Gísli Gunnar við vörðuna í Öskju

 

 

 

 

 

 

 

 

Geiri og Sigurjón Manfreðsson
Geiri og Sigurjón Manfreðsson
Geiri, óþekktur, Gísli Gunnar og Hanna Kristín
Geiri, óþekktur, Gísli Gunnar og Hanna Kristín
að skoða hreindýr af Sauðahnjúk

 

 

 

 

 

 

 

 

Geiri að stikla Jökulsá í Fljótsdal
Geiri að stikla Jökulsá í Fljótsdal
Geiri að skoða sandbleytu í Marteinsflæðu
Geiri að skoða sandbleytu í Marteinsflæðu

 

 

 

 

 

 

 

 

Inni í safni

Fuglasafn Sigurgeirs var opnað við hátíðlega atöfn þann 17. ágúst 2008

 

Fuglasafn Sigurgeirs ses, Ytri-Neslöndum, 660 Mývatn, kennitala: 521107-0300,
Sími 464 4477, tölvupóstur fuglasafn(hjá)fuglasafn.is