Álftatalning 2016

Það er farið á hverjum mánudagsmorgni með kíkir og álftirnar taldar sem voru á Neslandavíkinni.

Fyrstu álftirnar komu í viku 21 sem er 5 vikum seinna en árinu áður. Byrjuðu þær að vera þrjár á víkinni en ein þurfti svo að láta sig hverfa þegar önnur fór á hreiður. Lá hún á hreiðri í 3 vikur og á meðan var einungis ein álft á víkinni. Í viku 25 kom svo hin á víkina með ungana og voru þá 6 álftir. Í viku 34 birtust aðrar álftir á víkinni en voru reknar mjög fljótt aftur og skýrir það toppinn í línuritinu. Álftirnar skiptu með sér ungunum og skýrir það skarðið í línuritinu. Þann mánudag sem talið var kom einungis önnur álftin með unga á vatnið. Mest sáust 8 álftir á víkinni sem er það einni meira en í fyrra.

Álftirnar voru jafn lengi fram á haustið miðað við síðasta ár og fór síðasta álftin í viku 47.

Þessar niðurstöður verða svo unnar frekar í samstarfi við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn.

 

alftatalning2016

 

 

 

Fuglasafn Sigurgeirs ses, Ytri-Neslöndum, 660 Mývatn, kennitala: 521107-0300,
Sími 464 4477, tölvupóstur fuglasafn(hjá)fuglasafn.is