Álftatalning 2013

Það er farið á hverjum mánudagsmorgni með kíkir og álftirnar taldar sem voru á Neslandavíkinni.

Fyrsta álftin kom í viku 19 sem er 5 vikum seinna en árið áður. Í ár verpti álftaparið á mýrinni en í fyrra verpti það í Litlaskeri. Vegna þessa breytinga fjölgaði þeim í 32 viku sem þær gerðu ekki í fyrra. Ástæðan fyrir þessu er að erfiðara var fyrir álftirnar að halda óðali sínu. Þó fjölgaði þeim ekki jafn mikið á víkinni eins og þær gerðu áður þegar þær fóru mest upp í tæpar 250 álftir. Fóru þær mest upp í 24 álftir í 34 viku.

Álftirnar voru 5 vikum lengur núna fram á haustið miðað við síðasta ár og fór síðasta álftin í viku 44.

Þessar niðurstöður verða svo unnar frekar í samstarfi við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn.

 

Álftatalning

 

Fuglasafn Sigurgeirs ses, Ytri-Neslöndum, 660 Mývatn, kennitala: 521107-0300,
Sími 464 4477, tölvupóstur fuglasafn(hjá)fuglasafn.is