Álftatalning 2012

Það er farið á hverjum mánudagsmorgni með kíkir og álftirnar taldar sem voru á Neslandavíkinni.

Fyrsta álftin kom í viku 14 sem er 2 vikum fyrr en við höfuð séð áður síðan skipulagðar talningar hófust. Þeim fjölgaði svo lítið þar sem þessar 2 fyrstu sem komu gerður sér hreiður í litlaskeri og ráku allar aðrar álftir í burtu með harðri hendi (eða vængjum). Mest sáust 7 álftir á víkinni í einu sem er mikil fækkun frá því sem áður var.

Álftirnar voru 5 vikum skemur núna fram á haustið miðað við síðasta ár og fór síðasta álftin í viku 42.

Þessar niðurstöður verða svo unnar frekar í samstarfi við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn.

 

Álftatalning 2011

 

 

 

 

Fuglasafn Sigurgeirs ses, Ytri-Neslöndum, 660 Mývatn, kennitala: 521107-0300,
Sími 464 4477, tölvupóstur fuglasafn(hjá)fuglasafn.is