Veitingasalurinn

Starfsmannafélag Kísiliðjunnar stofnaði minningarsjóð um Sigurgeir en hann var búinn að vera starfsmaður fyrirtækisins í 21 ár. Það fé sem safnast í sjóðinn á að nýta til uppbyggingar á Fuglasafni Sigurgeirs.

Þess má geta að sjóðurinn hefur nú þegar styrkt safnið með því að kaupa ljósin í sýningarskápana.

Sparisjóður Suður Þingeyinga hefur umsjón með sjóðnum og til að styrkja sjóðinn og uppbyggingu safnsins um leið skal hafa samband við sparisjóðinn í síma 464 6220 eða tölvupóst spthin(hj)spthin.is