Til baka

Flórgoðavarp 2009

 

Ströndin frá Raufarhól og að Syðri-Neslöndum var farin og leitað að hreiðrum flórgoðans. Á þessari leið fundust 12 hreiður og svo fannst eitt í Kýrhólatjörninni en tjarnir voru ekki leitaðar skipulega.
Hreiður Flórgoðans kallast dyngja og er gerð við vatnsbakkan eða úti í vatninu og flýtur þá á vatninu. Það er mjög gaman að fylgjast með flórgoðanum í tilhugalífinu og við hreiðurgerðina.
Það var fylgst með hreiðrunum í Neslandavíkinni og komust ungar á legg úr öllum hreiðrunum. 1 hreiður liðaðist í sundur í talsverðri vestanátt en var endurbyggt og varpið klárað.
Það er verið að útbúa kort þar sem hreiðrin verða merkt inná.

Þetta er fyrsta árið sem við fylgjumst með flórgoðavarpinu og verður þetta notað sem viðmið við næstu talningar.

Þessar niðurstöður verða svo unnar áfram í samstarfi við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn.

Flórgoði á dyngju
Flórgoði á dyngju í Mývatni

 

Til baka