Fréttir af byggingu Fuglasafns Sigurgeirs

Árið 2009

Sigurgeir var lengi búinn að ganga með þann draum að byggja alvöru safn undir fuglana sína. Honum auðnaðist ekki að koma því í verk áður en yfirgaf þessa jarðvist. Nú hafa aðstendur hans og aðrir góðir vinir ákveðið að halda mynnignu Sigurgeirs á lofti með því að byggja veglegt fuglasafn í Mývatnssveit.


24. desember 2009.

Við óskum öllum velunnurum safnsins, gestum og starfsfólki

Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs.

Jólamynd
Jólamyndin

Hlaðinn veggur
Veggurinn inni

Árið hefur verið eins og ævintýri fyrir okkur í fuglasafninu. Það komu miklu fleiri gestir en búist var við og allir lýsa yfir ánægju með framtakið og eru yfirleitt mjög hissa að svo mikil fagmennska skuli vera í safni sem er langt út í sveit. Flestir gestirnir eru Íslendingar sem segir okkur að við höfum ekki markaðssett okkur nógu vel á erlendri grundu og verður það vinnan framundan. Þurfum að koma heimasíðunni upp á fleiri tungumál en þar þurfum við hálp til að þýða hana yfir á önnur mál.
Það hefur verið mikið spurt um fuglaskoðun og erum við að vinna í því að bæta aðstöðu hér í sveit til þess. Vonandi verður komin sæmileg aðstaða næsta vor svo við getum sinnt þessum stóra hópi fólks sem kemur í Mývatnssveit til að skoða fugla.

Jólaveðrið er einstakt hjá okkur eins og sjá má af myndinni en það er logn, 10 stiga frost og snjór.

Við sendum engin jólakort í ár í sparnaðarskini en vonum að þið virðið þessa kveðju þess í stað.

15. desember 2009. Það hefur nú talsvert drifið á daga safnsins síðan síðast var skrifað hér. Þar sem síðuritari hafði brugðið sér til Grænlands að vinna hafa skriftir tafist en nú verður eitthvað bætt úr því.

Þann 20. nóvember hlaust safninu sá heiður að fá nýsköpunarverðlaun frá Samtökum Ferðaþjónustunnar. Umsögn dómnefndar er líka mikið hól fyrir okkur sem stöndum að safninu og sýnir að við erum að gera góða hluti og á réttri leið með uppbyggingu safnsins. Hér má sjá umsögn dómnefndar. Það var Aðalbjörg Stefánsdóttir sem tók á móti verðlaununum fyrir okkar hönd úr hendi Katrínar Júlíusdóttur ferðamálaráðherra.

Um mánaðarmótin lauk Óli Þröstur við að hlaða hraunvegginn og setur hann mikinn svip á safnið. Þetta er glæsilegur veggur sem sómir sér vel þarna.

11. desember hélt Krossbandið aðventutónleika í safninu. Þeir voru vel sóttir og skemmtu gestir sér konunglega. Á aðventunni hefur verið mikið um að vera og jólasveinarnir verið vinsælir í Dimmuborgum. Gestir sveitarinnar hafa einnig verið duglegir að koma í safnið til okkar og fá sér kakó og vöfflur ásamt því að njóta safnsins.

 


Hópurinn í fuglasafninu

29. október 2009. Var haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á norðurlandi. Hér komu saman aðilar af öllu norðurlandi sem starfa í ferðaþjónustu. Dagurinn byrjaði með kaffi og kleinum í Mývatnsstofu, þaðan var farið að Víti og Hverum. Svo kom allur hópurinn til okkar í fuglasafnið. Þar sem hópurinn er svo stór ( rúmlega 80 manns) skiptum við hópnum og byrjaði hluti hans í bátaskýlinu meðan hinn hlutinn fór í fuglasafnið. Hún Þuríður hjá Dadda Pizzum bauð fólki að smakka sínar frægu Mýflugu pizzu og henni svo skolað niður með Víking bjór (eða einhverju óáfengu) í boði safnsins og Vífilfells. Það voru allir mjög ánægðir þegar þeir fóru og fengum við mikið hól fyrir safnið. Næst var farið í Hótel Gíg og borðaður hádegismatur, gómsæt fiskisúpa. Næst var gönguferð um Dimmuborgir og heilsað upp á jólasveinana, borðar hrátt hangikjöt frá Reykkofanum og rúgbrauð með reyktum silungi frá Vogafjósi og því skolað niður með snafsi, bjór eða gosi. Eftir þetta var öllum skellt í bað í Jarðböðunum og þar hvíldu allir sig fyrir kvöldið en þá var komið saman í Hótel Reynihlið og borðaður kvöldberður og dansað fram eftir nóttu.
Þetta var mjög skemmtilegur dagur og nauðsynlegt að hitta aðra í bransanum. Takk fyrir okkur.

 

Elsa Guðmundsdóttir
Elsa tekur við bókinni

Helga María
Helga María tekur við kíkinum

20. október 2009. Þann 26. september drógum við síðasta bókarvinninginn á þessu ári og einnig aðalvinninginn. Afhendingin dróst svolítið þar sem við ætluðum að færa þeim vinningana. Hún Svanhildur fór svo og heimsótti vinningshafana. Það var hún Elsa Guðmundsdóttir sem vann bókina og Kristján G. Gunnarsson sem vann kíkirinn en móðir hanns, Helga María, tók við kíkinum og var reglulega ánægð fyrir hans hönd. Þá er fuglaskoðunarleiknum lokið í ár en við stefnum á að gera hann ennþá veglegri næsta ár.Það er mat okkar að fólk var mjög ánægt með leikinn og sérstaklega að geta notað bæklinginn til að bera saman mynd og nafn og fræðast þannig um fuglana.

Skiltið utan á hraunveggin er komið upp að mestu og aðeins verið haldið áfram með hraunveggin að innan. Hann Axel Hallkell kom í heimsókn um daginn að líta á bátaskýlið. Við stefnum á að vinnu við uppsetningu síningarnnar þar verði lokið fyrir vorið.

Hópar frá ferðaskrifstofum hafa verið að koma til okkar í haust til að sjá hvað við höfum upp á að bjóða og verið mjög ánægðir og til að mynda komu 2 hópar frá Japan. Fréttamenn frá Stöð 2 komu hér við og gerðu góða frétt um safnið og sögðu maðal annars að safnið væri eitt af því marga sem ferðamenn yrðu að sjá.

 

20. september 2009. Nú var næstsíðasti útdrátturinn í fuglaskoðunarleiknum og varð Árni Kristinsson frá Hrísey sá heppni. Næst verður stórglæsilegur kíkir frá Ellingssen dregin út úr öllum innsendum þátttökuseðlum.

Var að vinna í tenglasíðunni. Ef þið vitið um áhugaverðar síður sem eiga heima á tenglasíðunni hjá okkur þá látið vita og því verður kippt í liðinn.

Hraunveggur

13. september 2009. Í dag var lokið við að hlaða hraunvegginn úti. Það hafa verið Óli Þröstur Stefánsson og Stefán Gunnarsson sem hafa staðið í þessari hleðslu og tekist vel upp. Nú er bar að setja skiltin upp og ganga frá toppnun þá er veggurinn klár. Þetta er alveg stórglæsilegt mannvirki.

Fuglaskoðunarleikurinn gegnur alltaf. Það var hún Vilborg Gautadóttir, Akureyri, sem var sú heppna 5 september og Edda Magúnsdóttir, Akureyri, núna 12. september. Þær fá sín verðlaun send fljótlega.

 

09. september 2009. Undanfarna daga hefur sést dílaskarfur í Dimmuborgum. Lindi hjá Náttúrustofu Norðaurturlands segir að þeir slæðist stundum upp í

 

01. september 2009. Undanfarna daga hefur sést haförn hér í Mývatnssveit. Það er líklegt að þetta sé ungi frá því í vor sem er á flækingi að sögn Linda hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Ernirnir flækjast hingað stundum á haustin og veturna. Svo er bara spurningin hvort hann fari ekki að verpa hér.

Við höldum áfram að draga í fuglaskoðunarleiknum. Nýustu vinningshafarnir eru Karina Garska frá Reyðarfirði, Leroux Etienne frá Frakklandi og Axum Cotti frá Noregi og fá þau öll bókina "Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit" senda til sín fljótlega.
Ellingsen var að gefa verðlaun í síðasta útdráttinn og er það forláta kíkir svo það er til mikils að vinna.

Ferðamannastraumurinn er nú farin að dragast talsvert saman en það er samt að koma slæðingur í safnið. En við kvörtum ekki yfir aðskókninni í sumar enda er gestafjöldinn að nálgast 10.000 manns.

 

12. ágúst 2009. Síðustu vinningshafar í í fuglaskoðunarleiknum eru 1. ágúst Arnar Halldórsson og 11.ágúst varð Ásta Björnsdóttir sú heppna. Þau fá bæði bókina "Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit" senda til sín fljótlega.

Nú er verið að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar til að setja niður fuglaskoðunarhús. Ætlunin er að setja niður 5 hús til að byrja með. Það verður vonandi hægt að koma þeim niður nú í haust svo þau verði klár næsta vor. Fuglinn þarf að venjast húnunum áður en hægt er að nota þau að einhverju viti. Húsin rúma 3-4 fuglaskoðara í senn. Aðgengi verður stýrt og verður að koma í fuglasafnið til að fá lykla af húsunum. Við vonum að þessi þjónusta verði til að auka hróður Mývatnssveitar sem fuglaskoðunarparadís.

 

26. júlí 2009. Það er búið að draga 2 sinnum í fuglaskoðunarleiknum síðan það var skráð hér síðast. Þann 18. júlí varð Sigurður Karl B. Benediktsson sá heppni og þann 25. júlí var það Þóra B Ingimarsdóttir. Þau fá bæði bókina "Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit" senda til sín fljótlega.

Það hefur verið mikil aðsókn í safnið í júlí sem er ánægjulegt og allflestir hrósa safninu í hástert.
Nú eru endurnar komnar með stálpaða unga sem gaman er að skoða og fylgjast með og álftunum að fjölga á víkinni.

Við erum farin af stað með loggbók fyrir fuglaskoðara. Í hana skrifa áhugasamir hvaða fugla þeir sjá og hvar. Þá geta þeir sem á eftir koma gluggað í bókina til að sjá hvar hvaða fuglar sáust og bætt svo við og þannig verður til gagnabanki um fugla í Mývatnssveit og víðar.

Kúluskítur

12. júlí 2009. Í fyrradag kom til okkar Unnur Jökulsdóttir útgáfu- og kynningarstjóri Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn með Kúluskít. Kúluskítur er sérstakur þörungur sem finnst aðeins í Mývatni og einu öðru vatni í Japan og er algjörlega friðaður. Við sóttum um leyfi til að sýna Kúluskítinn í fuglasafninu fyrir rúmu ári síðan og nú er það í höfn. Kúluskíturinn tekur sig vel út í tjörninni hjá okkur.

Það kom ánægjulegur póstur til okkar um daginn en Halldór G. Eyjólfsson forstjór hjá 66° Norður sagði að það væri ómögulegt að hafa ekki starfsliðið í einkennisfatnaði. Hann fékk svo upp hvaða stærðir fólkið þurfiti og sendi okkur boli og Einkennisfatnaður

peisur á allt liðið með ísaumuðu lógói safnsins. Það er reglulega uppörvandi að fá svona sendingu og þegar fólk tekur það upp hjá sjálfu sér að aðstoða okkur. Það sýnir að við erum á réttri leið með safnið og það vekur áhuga sem við erum að gera. Við þökkum Halldóri og 66°Norður kærlega fyrir þetta frábæra framtak.

Í dag var dregiðí fuglaskoðunarleiknum. Sú heppna sem var dregin út í þetta skiptið heitir
Svanhildur Ástþórsdóttir frá Kópavogi og fær hún verðlaunabókina senda. Til hamingju.

66°Norður
4. júlí 2009. Það er aukin áhugi á fuglaskoðunarleiknum og voru mun fleiri þáttakendur núna en í síðustu viku. Það var dregið út eitt nafn og upp úr pottinum kom Martignon Jickel frá Frakklandi. Sendum við honum bókina "Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit" eftir Helga Guðmundsson um leið og við óskum honum til hamingju.

27. júní 2009. Nú var dregið í fyrsta skiptið í fuglaskoðunarleiknum. Sú heppna sem var dregin út í þetta skiptið heitir
Matthildur B. Björnsdóttir frá Keflavík og fær hún verðlaunabókina senda. Til hamingju.
Þátttakan í leiknum í þessari viku var nú ekki mjög mikil en vonandi glæðist hún þegar fólk uppgötvar þennan skemmtilega leik.

Annars hefur verði nokkuð góð aðsókn til okkar en þó er nokkuð um það að fólk komi og spyrji hvað sé þarna. Þetta segir okkur að það þarf að efla kynninguna ennþá betur.

Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit

18. júní 2009. Við höfum hrundið af stað skemmtilegum leik. Það er búið að útbúa bækling með myndum af 32 fuglategundum. Svo er meiningin að fólk komi í safnið og skoði fuglana þar, fái svo fuglaskoðunarbæklinginn og fari út í náttúruna (mjög gott að fara hringinn í kringum vatnið) og merkir við á bæklinginn alla þá fugla sem sjást. Svo er afrifu af bæklingnum skilað aftur í safnið og vikulega er dregin út 1 heppinn fuglaskoðari og fær hann bókina "Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit" eftir Helga Guðmundsson. Það er Forlagið sem gefur þessa vinninga. Svo í haust verður dregin út veglegur vinningur og verða þá allir í pottinum.

Í síðustu viku fengum við loksins bæklingana fyrir safnið. Þeir eru á íslensku, ensku, þýsku, frönsku, dönsku, ítölsku og sænsku. Bæklingarnir eru hannaðir af Guðmundi Oddi og prentaðir í Ásprent, mjög litskúðugir og skemmtilegir bæklingar.

Kanadagæs

Kanadagæs

Kanadagæs

Kanadagæsir

31. maí 2009. Það hefur verið mikið um að vera í fuglasafninu. Ferðamannatraffíkin er að aukast og það skilar sér eitthvað til okkar.

Það sáust 3 Kanadagæsir á vappi hér í sveitinni. Þær eru ekki algegir gestir hér og til að mynda þá man Egill í Brekku ekki eftir að hafa séð þær hér áður. Það er alltaf gaman að sjá sjaldgæfa fugla hér og hvet ég alla sem sjá þá að láta okkur vita í safninu.

Það byrjaði nýr starfsmaður hjá okkur þann 24. maí. Hann heitir Einar Bjartur Egilsson og var að ljúka stúdentsprófi. Til frekari glöggvunar á manninum þá er hann sonur Egils og Hlaðgerðar sem bjuggu hér í Mývatnssveit í nokkur ár. Egill var efnafræðingur í Kísiliðjunni og Hlaðgerður kenndi við grunnskólan.

Aðalfundur safnsins var haldin 22. maí síðastliðinn og var kosinn ný stjórn fyrir safnið.
Stjórnarformaður er Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálafulltrúi.
Varaformaður er Álfdís Stefánsdóttir
Ritari er Sigríður Stefánsdóttir
Gjaldkeri er Pétur Bjarni Gíslason
Meðstjórnandi er Stefanía Stefánsdóttir
Varamenn eru Aðalbjörg Stefánsdóttir,
Axel Stefánsson og
Hanna Kristín Pétursdóttir
Við væntum mikils af þessari nýju stjórn

Hann Björn Böðvarsson frá Gautlöndum skar út skilti úr kortenstáli sem á að koma á hraunvegginn. Merkið er skorið með nýstárlegri vatnsskurðarvél sem er til í Slyppnum á Akureyri. Þetta er reglulega flott merki og mjög vönduð vinna. Björn gaf okkur vinnuna við skiltið og Sandblástur og Málmhúðun gáfu okkur stáið. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta frábæra framtak.

Merki

 

Fuglaskoðun
Í fuglaskoðun

12 maí var haldið námskeið í fuglasafninu fyrir ferðaþjónustuaðila um fuglalíf í Þingeyjarsýslum og sérstaklega á Mývatni. Það var Þorkell Lindberg (Lindi) frá Náttúrustofu Þingeyinga sem var leiðbeinandi og fyrst hélt hann fyrirlestur um fuglana og svo var farið í

fuglaskoðun. Það mættu 8 á námskeiðið og voru allir mjög ánægðir með fræðsluna.

.

27. apríl 2009. Nú er fuglalífið að fara á fullt, endurnar farnar að sýna listir sínar á vökunum og flórgoðinn

Flórgoðinn dansar á vatninu Flórgoðinn í ástarbríma
Flórgoðinn dansar á vatnin

farinn að dansa ástardansa á vatninu. Ég fór út og tjaldaði felutjaldi um kl 5 um morgunin og beið svo byrtingar.
Skógarþröstur
Skógarþröstur

Flórgoðnn sýndi sínar bestu hliðar og dansaði mikið fyrir mig en var þó helst í langt í burtu til að ná góðum myndum af þeim. Í þessari ferð sá ég fyrir utan flórgoðann, húsönd, gæs, skúfönd, rauðhöfða, gulönd, hettumáf og skógarþröst. Þrösturinn var ófeimin við mig og náði ég mjög skemmtilegum myndum af honum.

Við erum með í smíðum fuglaskoðunarhús. Það er langt komið með að smíða 3 hús en meiningin er að hafa þau 5. Við höfum notið leiðsagnar Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og ljósmyndara bæði með útfærslu á húsunum

Fuglaskoðunarhús Fuglaskoðunarhús
Fuglaskoðunarhús í smíðum

og svo staðsetningar. Í dag fórum við Jóhann Óli hringin í kringum vatnið til að skoða áhugaverða staði fyrir húsin. Nú þurfum við að fara tala við landeigendur og umhverfisstofnun til að fá leifi fyrir staðsetningunum og svo í framhaldinu að koma húsnum á staðinn svo ljósmyndarar og aðrir fuglaáhugamenn geti notið aðstöðunnar. Við teljum tilkomu húsana mikla umhverfisvernd því nú geta fuglaáhugamenn leigt sér pláss í húsunum og séð fuglana úr þeim. Nú þurfa þeir ekki að leita að stöðum til að skoða og setja upp tjöld ofl. Þeir fara bara beint í húsin og því verndum við mikið svæði fyrir umgangi.

Nýr starfsmaður byrjar hjá okkur um miðjan maí mánuð, það er gamall Mývetningur, hann bjó í Mývatnssveit frá 6 til 9 ára aldurs. Hann heitir Einar Bjartur Egilsson, sonur Egils efnafræðings í Kísiliðjunni sálugu.


29. mars 2009.
Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur í safninu undanfarið en þó er alltaf einhver reitingur af fólki sem kemur. En þó það hafi verið rólegt í safninu er það ekki raunin á öllum vígstöðvum því nú er unnið á fullu í kynningarmálum. Bæklingur fyrir safnið er í þróun og búið að þýða hann á hin ýmsu tungumál. Það er í yfirlsetri núna og verður vonandi tilbúið fljótlega. Fólkið sem þýddi bæklinginn fyrir okkur er:
-Guðrún Pálmadóttir og Finn Hansen = danska
-Ásdís Bjarnadóttir = franska
-Bryndís Guðnadóttir = þýska
- Laufey Eydal = sænska
-Árni Leósson = enska
- Michele Rebora = ítalska
Sendum við þessu fólki okkar bestu óskir og þökkum þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Svo er verið að vinna í að koma heimasíðunni á fleiri tungumál. Við opnuðum í gær prufu á Ítölsku síðuna, það á eftir að þróa hana aðeins en hún verður vonandi orðin góð fljótlega. Það er Michele Rebora sem hefur þýtt hana fyrir okkur.

Svo erum við að reyna koma okkur á framfæri hjá ferðaskrifstofum og þeim fyrirtækjum sem eru að eiga við ferðamenn.
Vinnan við að stofna safnaklasa á norðurlandi er á fullu, það er verið að skoða myndavélabúnað svo hægt sé að mynda önd á hreiðri í sumar og einnig að fá mælibúnað til að mæla hitan í hreiðrinu. Það er verið að smíða hús sem verða sett niður við vatnið til fuglaskoðunar og margt fleira.

 


Fundur um samstarf safna

28. febrúar 2009. Það er nú ekki mikið um að vera hjá okkur núna í safninu enda ekki margir
ferðamenn á ferðinni. En það er samt alltaf eitthvað og á bolludaginn komu forsvarsmenn ýmsa safna saman hjá okkur til að ræða aukið samstarf. Hugmyndin er að búa til klasa um safnastarfssemi sýslunnar. Markmið klasans er að efla kynningu á söfnunum og jafnvel fara í aukið samstarf við safnaklasa sem eru til í Eyjafirði og fyrir austan okkur. Ég tel að svona samstarf muni bara efla okkur sem heild og hvert og eitt safn einnig. Þessi vinna er unnin í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og svo mætti Ragnheiður Jóna frá Menningarráði Eyþings og sagði okkur hvernig Eyfirðingarnir gerðu þetta.

Starfsfólk SBA
Starfsfólk SBA

Starfsfólk Sérleyfisbila Akureyrar heimsótti okkur seinnipart dags til að kynna sér hvað við hefðum upp á að bjóða. Við sýndum þeim fuglasafnið og sögðum þeim sögu Sigurgeirs. Svo var boðið í kaffi og nýbakaðar vöflur með rabbabarasultu og rjóma. Stefán Jón fékk mikið hól fyrir baksturinn. Að lokum var svo farið í Bátaskýlið, það skoðað og sagðar sögur af Jóni í Syðri Nesllöndum.

 

Pálmar og Margrét
Pálmar og Margrét

Svo komu í heimsókn arkitektarnir Pálmar Kristmundsson og Margrét Harðardóttir til að skoða bygginguna sem hýsir safnið. Þau komu á vegum DV en Fuglasafn Sigurgeirs var tilnefnt til menningarverðlauna DV í byggingalist. Þau sögðu að þeim hafi þótt það fúlt að þurfa að fara norður á hjara veraldar til að skoða þetta safn, héldu að það væri nóg að skoða þetta bara af myndum. En létu sig samt hafa þetta ferðalag og þegar þau sáu húsið og safnið sögðu þau alls ekki sjá eftir þessu ferðalegi. Þetta var langt umfram væntingar, bæði hús og safn. Það var svo Menntaskóli í Borgarfirði sem fékk þessi verðlaun en Manfreð Vilhjálmsson, arkitektin af safninu, fékk heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til byggingalistar.

 

15. febrúar 2009. Við höfum spáð mikið í markaðsmálin og hvernig best sé að markaðssetja fuglasafnið. Eigum við að auglýsa í bæklingum og tímaritum, gefa sjálf út bæklinga eða eitthvað annað. Í umræðum um málið verður vefurinn alltaf sterkari og við hvött til að vanda vefsíðuna, koma henni á sem flest tungumál og fá sem flesta til að linka inn á síðuna.. Við tókum þetta á lofti og erum komin vel á veg með að breyta síðunni okkar til að þjóna markaðssetningunni betur. En nú kom upp stórt vandamál sem er að við sem stöndum að safninu erum rétt ritfær á Íslensku hvað þá önnur tungumál. En ævintýrin gerast enn.
Í sumar heimsótti okkur par og hjálpaði okkur í safninu, hún var Íslensk en hann Ítalskur. Við spurðum hvort þau gætu þýtt smá klausu fyrir okkur á Ítöslku og tóku þau vel í það. Nú í haust sendi ég þeim tölvupóst með efninu sem átti að þýða en einhverra hluta vegna barst þessi póstur aldrei til þeirra. Um síðustu mánaðarmót hafði ég samband við þau til að sjá hvernig gengi og komu þau alveg af fjöllum (skiljanlega þar sem pósturinn barst aldrei). Þau báðu mig að senda sér póstinn aftur og afrit til þeirra í vinnuna sem ég og gerði. Pósturinn barst og var eitthvað farið að tala um þetta í vinnunni hjá þeim og viti menn, þarna var fólk sem talaði reiprennandi hin ólíklegustu tungumál og vildu endilega hjálpa okkur. Og það sem meira er að það átti ekki bara við um þessa litlu klausu sem ég talaði um í upphafi heldur að koma heimasíðunni á þessi tungumál. Þetta fólk sem hefur aldrei séð okkur eða heyrt af okkur er semsagt búið að bjóðast til að þýða heimasíðuna ofl á ensku, þýsku, dönsku, sænsku, ítölsku og frönsku og þau ætla öll að gefa alla sína vinnu við þetta verk. Eins og ég sagði ÆVINTÝRIN GERAST ENNÞÁ. Við þökkum þessu fólki kærlega fyrir þetta höfðinglega boð.5. febrúar 2009. Í dag komu til okkar stúlkur sem eru að útskrifast úr Kennaraháskóla Íslands.

Hafdís Bergsdóttir og Bergling Matthíasdóttir
Berglind og Hafdís

Þær heita Hafdís Bergsdóttir og Berglind Matthíasdóttir og eru báðar frá Akranesi. Þær hafa valið að útbúa fræðsluefni fyrir fuglasafnið sem útskriftarverkefnið sitt. Þær yfirheyrðu okkur, glósuðu, tóku myndir og vídeo til að fá sem mest efni um safnið. Fræðsluefnið á að henta börnum á síðasta ári í leikskóla og upp í fyrsta ár í framhaldsskóla. Það var gaman að taka á móti þessum hressu dömum og sjá hvernig þær upplifðu sveitina í 20 stiga frosti. Við væntum mikils af þeim og að fræðsluefnið auki áhuga skóla og skólafólks á safninu.

31.Janúar 2009. Í dag hefði Geiri orðið 47 ára ef hann hefði lifað. Í tilefni þess buðum við Mývetningum að koma í safnið

Heimsókn á afmælisdegi Geira
Heimsóknargestir

Ásmundur og Guðmundur
Hofstaðabræður
Guðmundur og
Ásmundur

og kynna sér hvað við höfum verið að bralla. Það komu á milli 60 og 70 manns í heimsóknina og var gaman að sjá hvað þeir nutu þess að skoða safnið, setjast niður í rólegheitunum og spjalla við vini og kunningja. Nokkrir gestanna færðu safninu peningagjöf til að geta handið áfram með þetta góða starf. Við þökkum kærlega fyrir þessar góðu gjafir.
Af öðrum ólöstuðum þá ætla ég að minnast á gjöf þeirra Hofstaðabræðra. Ásmundur sagði að þeir bræður hefðu legni ætlað að gera eitthvað fyrir safnið en aldrei orðið af því. Þeir hefðu verið heppnir í gegnum tíðina og haldið nokkuð góðri heilsu og þess vegna getað lagt eitthvað til hliðar sem svo er hægt að nota til góðra verka. Þeir færðu safninu 1 miljón að gjöf til minningar um þá bræður Sigurgeir og Stefán Stefánssyni sem báðir fórust af slysförum. Við munum nýta þessa fjármuni til að efla starfsemi safnsins.
Við þökkum þeim sem heimsóttu okkur í dag og heiðruðu minningu Geira með þeim hætti.


Þrátt fyrir kreppu og niðurskurð í þjóðfélaginu þá veitti Fjárlaganefnd okkur styrk að upphæð 4 milljónir til að byrja á margmiðlunarpakkanum fyrir safnið. Þetta er mikil viðurkenning á því sem við erum að gera og þökkum öllum þeim sem komu að þessu máli.

18.Janúar 2009. Nú verða nokkur tímamót í heimasíðunni hjá okkur. Það opnar ný heimasíða sem á að vera lýsandi fyrir safnið og fræðandi. Það er nú ekki allt tilbúið ennþá en við munum tína inn efni eins og tími og efni ráða. Ef þið eruð með athugasemdir eða tillögur að efni á síðuna það endilega sendið okkur tölvupóst og látið okkur vita.Það er meiningin að þýða hana á fleiri tungumál en okkur vantar þýðendur að einhverjum málum en önnur eru í vinnslu.
Vonum að þið eigið eftir að njóta þessarar nýju síðu.

Til baka