Fréttir af byggingu Fuglasafns Sigurgeirs

Til baka

Frá 1999 til 2008

Sigurgeir var lengi búinn að ganga með þann draum að byggja alvöru safn undir fuglana sína. Honum auðnaðist ekki að koma því í verk áður en yfirgaf þessa jarðvist. Nú hafa aðstendur hans og aðrir góðir vinir ákveðið að halda mynnignu Sigurgeirs á lofti með því að byggja veglegt fuglasafn í Mývatnssveit.


18. desemberber 2008: Það er búið að vera nokkur vetur hjá okkur undanfarið, nokkur snjór og mikið frost. Sólin rétt nær yfir sjóndeildarhringinn. Sveitin okkar er aldrei fegurri en við þessar aðstæður. Trén hrímuð í frostinu sem hefur þó nokkrum sinnum farið niður fyrir -20°C. Það er nú ekki amalegt að koma við og kíkja á safnið, fá heitt kakó og horfa á frostið úti.

Seinustu daga hefur snæugla verið á sveimi í kringum safnið. Þetta er ekki algeng sjón að sjá snæugluna svona í byggð en hún er ákaflega tígulegur og fallegur fugl.


15. desember 2008: Rannsóknir. Við töldum álftir á Neslandavíkinni í ár. Þetta verkefni er í samvinnu við Náttururannsóknarstöðina við Mývatn. Það verður gaman að sjá hvernig fjöldin þróast á næstu árum. Fyrstu álftirnar sáust hér í 18 viku eða í lok apríl. Þær koma ekki fyrr á víkina því hún er ísilögð og vakirnar byrja ekki að opnast fyrr en um þetta leiti. Í 27 viku, í júnílok, fer þeim svo að fjölga verulega og eru þær yfir 150 stk á víkinni í vikum 28-34, gróflega í júlí og ágúst og yfir 200 í vikum 31-34. Álftirnar verpa í hólmunum og helga sér sitt svæði og hleypa engum öðrum álftum inn á það fyrr en að varpi loknu en það er í kring um 27 viku. Í 37 viku, byrjun september, eru þær komnar niðurfyrir 50 stk og sú síðasta fór í 40 viku, lok september. Hér má sjá línurit yfir fjölda álftanna á víkinni fyrir árið 2008
Það er einstakelga gaman að sjá allar álftirnar á víkinni yfir hásumarið, hún er bara hvít af álftum.


12. desember 2008: Hljómsveitin Krossbandið hélt aðventutónleika í safninu hjá okkur í kvöld. Tónleikarnir tókust mjög vel og þeir fáu sem mættu skemmtu sér konunglega. Hljómsveitin sagði að það væri mjög gaman að spila í safninu og að hljómburður væri góður. Þau skemmtu sér einnig vel og sögðu að þau hefðu ekki smemmt sér eins vel á tónleikum þar sem voru jafn fáir og þarna.
Við vonum að þetta sé bara upphafið af fleiri svona uppákomum og að þær verði fjölsóttari í framtíðinni.


30. nóvember 2008: Börn úr Hafralækjarskóla úr Aðaldal komu fyrr í haust og skoðuðu safnið. Þau gerðu ýmis verkefni í tengslum við heimsóknina í safnið og sendu okkur svo hluta afrakstursins. Þessi verkefni voru umsvifalaust sett upp á vegg hjá okkur enda fræðandi og skemmtilega unnin. Þökkur krökkunum kærlega fyrir þetta.

Fleiri skólar hafa heimsótt okkur, bæði héðan úr nágreninu og lengra að og til dæmis komu 60 manns úr Listaháskólanum í Reykjavík til okkar og fögnuðu þessu framtaki okkar í hástert.


19. nóvember 2008: Í dag lést Steingrímur Þorsteinsson, kennari, frá Dalvík. Hann og Geiri voru miklir vinir og stoppaði Steingrímur marga fugla upp fyrir Geira. Steingrímur fæddist á Dalvík 13. október 1913. Hann bjó alla sína tíð á Dalvík og var einn af máttarstólpunum í menningarlífi Dalvíkinga. Hann var mjög virtur sem kennari og í öðru því sem hann tók sér fyrir hendur.

Við sendum aðstandendum Steingríms okkar bestu samúðarkveðjur.


15. nóvember 2008: Starfsmannafélag Kísiliðjunnar sálugu stofnaði styrktarsjóð sem átti að styrkja uppbyggingu safns fyrir fuglana hans Geira. Starfsmannafélagið lagði ákveðið stofnframlag í sjóðinn og svo hafa aðrir verið að leggja í hann. Starfsmannafélagið útbjó einnig minningakort sem hafa verið seld út um allt land og afraksturinn farið í sjóðinn. Sparisjóður Þingeyinga hefur alltaf varðveitt sjóðinn og ávaxtað. Eftir að Kísiliðjan hætti störfum tók Sparisjóðurinn við minningakortunum og seldi þau áfram. Það er alltaf hægt að fá minningakortin þar annaðhvort á staðnum eða í síma 464-6220 og fer það fé sem safnast í að styrkja rekstur og áframhaldandi uppbyggingu safnsins.

Núna var okkur fært það sem komið var í sjóðinn, um 3 miljónir, sem kom sér einstaklega vel því þá gátum við greitt þá reikninga sem voru komnir á gjalddaga. Við sendum fyrverandi starfsmönnum Kísiliðjunnar og öðrum sem hafa lagt í sjóðinn kærar þakkir.


8. nóvember 2008: Framleiðnisjóður Landbúnaðarins veitti okkur styrk upp á 1.000.000 kr til að vinna margmiðlunarefni fyrir safnið. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Margmiðlunarefni fyrir safnið hefur verið í skoðun og er búið að gera drög að efni sem myndi hennta okkur. Þetta á að bera bæði fræðandi og skemmtilegt. Við erum með tilboð í þetta efni og er það upp á 20 miljónir fyrir framleiðslu, efni og tæknibúnað. Þetta eru mjög miklir peningar og verðum við að leita víðar til að geta fjármagnað þetta en til að lyfta safninu á enn hærri stall faglega teljum við þetta nauðsynlegt.


30 Október 2008: Framsýn- stéttarfélag Þingeyinga stóð fyrir trúnaðarmannanámskeiði á Hótel Reynihlíð í síðustu viku. Trúnaðarmennirnir komu frá vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar sem nær frá Vaðlaheiði til Raufarhafnar. Trúnaðarmennirnir 17 sátu ekki bara á námskeiði heldur fóru þeir í heimsókn í Fuglasafn Sigurgeirs á fimmudagskvöldið. Þar tók við þeim Stefanía Stefánsdóttir sem gerði þeim grein fyrir sögu safnsins og þeim mikla fjölda fugla sem eru til sýnis á safninu og fórst henni það vel úr hendi. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, notaði tækifærið og færði safninu að gjöf kr. 80.000,- til minningar um Sigurgeir Stefánsson sem var félagsmaður í Verkalýðsfélagi Húsavíkur sem nú heitir Framsýn-stéttarfélag Þingeyinga. Aðalsteinn sagðist hafa kynnst Sigurgeiri þegar hann starfaði hjá Kísiliðjunni sem hefði verið mikil öðlingur. Hann sagði það von félagsins að Fuglasafnið ætti eftir að dafna um ókomna tíð um leið og hann afhendi Stefaníu gjöfina frá félaginu.

Við hjá Fuglasafni Sigurgeirs þökkum Framsýnarfólki kærlega fyrir komuna og höfðinglega gjöf. Verið ávallt velkominn aftur.


16. Október 2008: Í dag var uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á norðurlandi haldin í Skagafirði sjá frétt á vef ferðamálastofu.
Við erum mjög hreikin því þarna fengum við viðurkenningu fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu á norðurlandi.

Svo höfum við gefið út jólakort til styrktar safninu. Þetta eru 4 tegundir, 2 með myndir af safninu, 1 með snjótittlingum og svo ein af hólma í Mývatnssveit þar sem hann speglast í vatninu, allt mjög falleg kort. Inni í kortunum er fuglavísa eftir Baldvin Stefánsson frá Ytri Neslöndum. Jólakortin eru seld 8 stk í pakka á 1.000 kr. Við vonum að sem flestir sendi fuglasafns jólakort og styrki safnið í leiðinni. Kortin er hægt að fá í Fuglasafninu og hægt að panta þau á opnunartíma í síma 464 4477.


10. Október 2008: Nú er fátt um gesti hér í safninu en þeir sem sælðast hingað eru alltaf jafn ánægðir.

Gestafjöldi í september var með ágætum, það komu rúmelga 700 manns til okkar og erum við mjög ánægð með það, sérstaklega miðað við það að engin markaðskinning hefur farið fram ennþá. Nú er verið að byrja vinnu vegna markaðsátaks næsta ár. Heimasíðan er enn í vinnslu og gengur hægar en vonir stóðu til.


20. September 2008: Fólki er nú farið að fækka á svæðinu en samt eru gestir að tínast inn til okkar og verða alltaf jafn ánægðir.

Opnunartíminn styttist aðeins hjá okkur og verður opið frá og með 1 október virka daga frá kl. 14:00 til 16:00 og um helgar frá kl. 13:00 til 16:00 en svo er alltaf hægt að hringja og panta opnun á öðrum tíma.

Svo létum við verða af því að fá okkur eigið lén fyrir heimasíðuna svo nú er veffangið www.fuglasafn.is en um sinn verður tenging frá gömlu síðunni.

Svo eins og þið sjáið er heimasíðan í smá þróun núna og tekur einhverjum breytingum á næstunni og vonandi til bóta.


06. September 2008: Aðskóknin í safnið hefur verið góð. Það er nokkuð um að skólahópar séu að koma og einnig eldriborgarar. Öll okkar orka hefur farið í uppbygginguna á safninu en nú verður að fara og vinna í markaðssetningunni. Í ágúst komu 600 manns í safnið og ég held að hægt sé að fullyrða að allir sögðu það sem þeir sáu var langt umfram væntingar. Miðað við að það hefur engin markaðssetning farið fram þá er þessi gestafjöldi mjög góður.
Svo hefur fólk komið til mín og sagt mér sögur af vinum og kunningjum sem hafa komið í safnið og lofað það í hástert.
Það er alltaf ganan að fá hrós og þetta sýnir að við erum á réttri braut með safnið.


17. ágúst 2008: Í dag var stóri dagurinn. Fuglasafn Sigurgeirs var opnað formlega við hátíðlega athöfn. Það komu um 250 mans og samfögnuðu okkur. Valgerður Sverrisdóttir þingmaður flutti okkur kveðju þingmanna, Margrét Valsdóttir oddviti Skútustaðahrepps sendi okkur kveðjur frá sveitarstjórn og færði safninu 1 miljón króna að gjöf, Vilborg Gissurardóttir sendi kveðju frá Atvinnuþróunarfélaginu, Ólafur Ólafsson flutti kveðju frá Aurora velgerðarsjóð og líkti starfsemi safnsins á skemmtilegan hátt við fuglinn og að lokum minntist Vigdís Finnbogadóttir Sigurgeirs og opnaði safnið formelga.
Það var gaman að fylgjast með gestum þegar þeir fóru um safnið og sögðu allir að safnið færi langt fram úr væntingum.
Orð gesta voru til dæmis: Frábært, það flottasta sem ég hef séð, ég hefið ekki getað ímyndað mér að þetta væri svona flott, flottasta safn sem ég hef komið í, ekki hægt að finna neitt sem hægt væri að gera betur og svo framvegis.

Þetta var stórkostlegur dagur, veðrið frábært fjöldi gesta og allir ánægðir.
Við þökkum öllum sem komu og fögnuðu með okkur og sérstaklega ræðumönnunum og þeirra hlíu orðum í okkar garð.

Við þökkum Sel Hótel Mývatn, RARIK og Landsvirkjun fyrir þeirra stuðning við opnunina.

 

10. ágúst 2008: Það hefur verið mikið að gera að undanförnu og unnið langt fram á kvöld. Vefsíðan hefur liðið fyrir þessa vinnu þar sem ég hef ekki gefið mér tíma til að vinna í henni. Vona að þið fyrirgefið það þegar þið sjáið þessar myndir af safninu en það er að taka á sig endanlega mynd og er að verða stórglæsilegt.
Óli Þröstur og Stefán Gunnarsson hafa verið að hlaða hraunvegginn, Axel og Ögmundur vinna í sýningunni og svo eru heimamenn að vinna í umhverfinu.


27. júlí 2008: Sólarlagið er reglulega fallegt af stéttinni við fuglasafnið. Frábært að sitja úti og njóta náttúrunnar á svona síðkvöldum.


26. júlí 2008: Í dag luku þeir Guðmundur og Haukur frá Sólgörðum við hellulögnina. Nú er þetta að verða reglulega smekklegt í kringum safnið.


25. júlí 2008: Gunnar Árnason hljóðmaður brenndi úr Reykjavík á BMV mótorhjólinu sínu með allt dótið á bakinu, setti upp hljóðkerfið og stillti það. Síðan hélt hann áfram í hjólatúr og ætlaði að koma aftur á sunnudag til að stilla kerfið endanlega með Ögmundi ljósamanni.


24. júlí 2008: Þrátt fyrir ríflega 20 stiga hita og sólbruna hefur gengið vel með hellulögnina og hún langt kominn. Jón og Arnar frá Securitas komu og tengdu bruna og þjófavarnakerfið í dag.


23. júlí 2008: Það hefur mikið gengið á í dag. Guðmundur og Haukur frá Sólgörðum voru á fullu í hellulögninni, Kristján frá Rafeyri í rafmagninu, menn frá Garðvík í hraunhleðslum og svo Axel Hallkell og Ögmundur í uppsetningunni á safninu.


22. júlí 2008: Guðmundur og Haukur frá Sólgörðum mættu á svæðið í dag ob byrjuðu að grafa fyrir ljósum og fóru svo að undirbúa hellulögnina. Þeir vinna fyrir okkur á afar hagstæðum kjörum og þökkum við kærlega fyrir það.


18. júlí 2008: Það hefur mikið verið að gerast síðustu dagana. Halli hefur verið að setja hurðirnar fyrir salinn og eru þær skemmtilega bláar á litinn. Einnig er hann búinn að setja upp innréttinguna í veitingasalnum og í eldhúsinu. Axel og Ögmundur hafa verið að vinna í skápunum, Axel að koma sviðsmyndunum fyrir og Ögmundur í ljósunum. Svo komu hér menn frá Garðvík og hlóðu vegginn utan á húsið. Það er búið að tyrfa öll þök. Svo hefur Kristján Hermannsson frá Rafeyri verið að vinna í rafmagninu.


10. júlí 2008: Pétur og Halli komu í dag til að setja upp innihurðirnar sem Norðurvík smíðaði. Svo kom grafa frá Jóni Inga að laga undir grjóthleðsluna og stjórnaði Óli þröstur þeirri vinnu. Það þurfti að auka fláan og hlaða grjóti neðst til að hraunið skriði ekki fram.


09. júlí 2008: Það er búið að tyrfa bátaskýlið og byrjað á safninu sjálfu. Fyrst þarf að leggja grasþökurnar á hvolf og svo aðra þar ofaná sem snýr rétt. Til að halda þökunum á þakinu yfir safnhringnum, á strýtunni, er sett trollnet fyrst, svo þaka á hvolf, aftur net og að lokum rétt þaka. Svona vonumst við eftir því að torfið haldist á þakinu. Svo er stefnan að setja lynggróður á þakið svo það verið eins og umhverfið í kring en samkvæmt áliti sérfróðra manna má ekki færa lyngi nema á vorin og haustin svo það verður að bíða betri tíma.


29. júní 2008: Í dag fengum við skemmtilega heimsókn. Afkomendur Jóhanns Jóns Þorvaldssonar vinar Geira og fuglaáhugamanns gáfu fuglasafninu allt eggjasafnið hanns. Magnús Jóhannsson, Elín Guðmundsdóttir kona hans og Rannveig dóttir þeirra færðu okkur safnið í dag.
Við færum þeim okkar bestu þakkir.


23. júní 2008: Nú er glerið frá Íspan komið í brúnna og aðstoðaði Ágúst frá Glertækni við hönnun á frágangi. Sögin í Reykjahverfi smíðaði handrið úr Aski sem er nú komið á brúnna.
Nú er byrjað að keyra utan á safnið hraunmöl svo fljótlega verður hægt að byrja á hraunhleðslunni þar í kring.
Sýningarskáparnir eru byrjaðir að koma í hús og hafa Gísli Gunnar og Krissi hjálpað við smíði á þeim. Takk fyrir hjálpina.


11. júní 2008:Það hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að setja fréttirnar hér inn en hér koma nokkrir punktar.
Halli og Pétur komu og lögðu furuborð á gólfið í bátaskýlinu og lagfærðu hurðirnar í því. Stebbi Stebb hjálpaði okkur með að hífa rotþrónna á sinn stað og nú er búið að tengja hana. Svo hefur verið unnið í raflögnum, loftræstingu, þrifum ofl.


17. maí 2008: Í dag var fyrsta samkoman í fuglasafninu. Kiwanisklúbburinn Herðubreið hélt aðalfundinn sinn hér. Frá því að ákveðið var að byggja fuglasafn utan um fuglana hans Geira hefur Kiwanisklúbburinn selt fuglakorn og afraksturinn ætlaður til að styrkja safnið. Við þetta tækifæri færðu þeir safninu allt gólfefni á safnið og vinnuna við að koma því á sinn stað. Jón Illuga lagði flísarnar og hefur fengið hól fyrir snyrtilega og fagmannlega lögn. Eins og sjá má á myndunum er þetta flott gólf sem Kiwanismenn færa okkur.
Við sendum Kiwanisklúbbnum Herðubreið okkar bestu þakkir.


16. maí 2008: Það átti alltaf eftir að brjóta aðeins meira til að koma rotþrónni fyrir. Hólmgeir kom á gröfu frá Jóni Inga með ripper og með henni var tiltölulega auðvelt að brjóta hraunið. Nú er næsta mál að koma þrónni á sinn stað. Svo var grafin skurður fyrir vatnslögnina frá borholunni að safninu. Lögnina fengum við frá Set og er hún komin í skurðinn. Þökkum Jóni Inga kærlega fyrir lánið á gröfunni, Hólmgeiri fyriri vinnuna og Set fyrir lögnina.


3. maí 2008: Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða komu hér við á leið sinni til Akureyrar og boruðu fyrir okkur vatnsholu. Það var borað 21 meter niður í jörðina og þar er nóg af góðu vatni. Vatnsborðið í holunni er nánast í sömu hæð og Mývatn svo við þurfum ekki sérstaka holudælu sem er gleðiefni.

 


27. apríl 2008: Það var gerð mikil tiltekt og reynt að þrífa svolítið. Síðasta málningarumferðin málum svo nú er aðeins eftir að mála gluggana. Salurinn er klár fyrir utan skápana og raflagnir í þá. Frammi er allt klárt til að setja upp innréttingar og hurðir. Það sama á við um eldhúsið og skrifstofuna. Á snyrtinguna vantar vaskana og speglana annars klárt.


24. apríl 2008: Nú hafðist það að loka öllum múr þegar tjörnin var máluð. Hún var máluð með sérstakri málningu sem á að þola vatnið og lyktaði ferlega meðan verið var að mála. Á snyrtingunum er verið að setja upp klósettin og ljós.


18. apríl 2008: Í dag var síðasta flísinn lögð og þar með er stórum áfanga lokið. Einnig var lokið við að flota í botnin á tjörninni. Það þarf aðeins að slípa hana og eftir það er hún klár til málunar.


14. apríl 2008: Flísalögin sígur áfram, snyrtingarnar langt komnar og svo er eftir að flísaleggja kringum ljósin í gólfinu og kanntinn á tjörninni við gluggann.


12. apríl 2008 úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 75 umsóknir um rúmar 60 milljónir. 49 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 20 milljónir króna. Ávörp fluttu Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneyti og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs. Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum sem og danssýning frá Vefaranum. Að þessu sinni féll hæsti styrkur ráðsins í skaut tónlistarhátíðarinnar Akureyri International Music Festival (AIM) Að hátíðinni stendur áhugahópur um fjölbreyttan og lifandi tónlistarflutning.

Menningarráð Eyþings vonar að styrkir þessir verði menningar- og listalífi á svæðinu hvatning til áframhaldandi góðra verka.

Þarna fengum við 700.000 kr í styrk til uppsetningar á sýningu í bátaskýlinu. Koma Sleypni á stall og segja frá nýtingarsögu Mývetninga á vatninu, veiðar og egg. Takk kærlega fyrir okkur.


6. apríl 2008: Jolli skrapp til okkar á föstudaginn og lagfærði hliðarnar í tjörninni. Svo var málað þar sem brúin á að vera til að geta sett hana upp. Hún var svo sett upp í dag en að vísu með krossviðsgólfi en Íspan er að finna gler sem á að vera brúargólfið. Tjörnin var svo þrifin í dag og er nú klár til flotunar í gólfið.


4. apríl 2008: Snyrtingarnar bíða klárar fyrir flísalögn. Svo hefur verið unnið áfram í raflögnum og þrifum. Það er mikil vinna að ná flísunum hreinum og fallegum en eins og sjá má á myndinni af salnum er hann að verða reglulega fallegur.


3. apríl 2008: Raflögnin er komin nokkuð áleiðis. Búið að leggja út flesta strengi og svo er verið að setja upp út og neyðarljós.


1. apríl 2008: Loftræstingin er langt kominn. Það er búið að leggja að loftræstisamsætðunni sem við fengum frá Blikkrás. Það er eftir að leggja frá henni og inn í salinn. Svo er eftir að tengja hana og setja upp stýringar. Nú hefði verið gott að hafa 3 fasa rafmagn til að geta keyrt loftræstinguna. Einnig hefði verið gott að hafa hitaveitu til að þurfa ekki að setja rafmagnselement í samstæðuna.


29. mars 2008: Loftræstingin er langt kominn. Það er búið að leggja að loftræstisamsætðunni sem við fengum frá Blikkrás. Það er eftir að leggja frá henni og inn í salinn. Svo er eftir að tengja hana og setja upp stýringar. Nú hefði verið gott að hafa 3 fasa rafmagn til að geta keyrt loftræstinguna. Einnig hefði verið gott að hafa hitaveitu til að þurfa ekki að setja rafmagnselement í samstæðuna.


25. mars 2008: Það er langt komið að smíða brúnna yfir tjörnina en hún er smíðuð úr ryðfríu stáli frá Sandblæstri og Málmhúðun Akureyri og sem fyrr gefa þeir okkur allt efni sem við þurfum. Sendum okkar bestu kveðjur til Sandblástursmanna. Jolli kom dagpart og flísalagði gólfið við aðalinngangin. Svo nú á bara eftir að flísaleggja snyrtingarnar og í kringum ljósin í gólfinu við hraunvegginn.


9. mars 2008: Jolli hefur undanfarið handið áfram með flísalagnirnar. Fyrir helgi kláraði hann að leggja síðustu flísarnar í salinn og í dag náðist sá áfangi að ég kláraði að fúga það sem eftir var í salnum. Svo nú er flísalögnum lokið inni í salnum og aðeins efrtir að þrífa þær betur. Það er líka langt komið að leggja á gólfin frammi, smávegis eftir í móttökusalnum og svo fyrir framan útihurðina. Snyrtingarnar líka eftir.


25. febrúar 2008: Halli í Brekku og Pétur Kristjáns komu og unnu hér í 2 daga og settu upp þá milliveggi sem eftir var að smíða, þ.e. hólfa af skrifstofu og eldhús. Þá er allri veggjasmíði lokið en samt nokkur smíðavinna eftir í frágangi.


21. febrúar 2008: Bílaleiga Akureyrar hefur gengið í fríðan flokk fyrirtækja sem styrkja uppbyggingu fuglasafnsins. Þeir láta okkur í té bíla fyrir mannskap sem er að koma að sunnan með flugi og vinna fyrir okkur hér í Mývatnssveit á MJÖG hagstæðum kjörum. Við sendum þeim bestu kveðjur og þakklæti.


16. febrúar 2008: Jón Illuga og hans lið var hér fyrir helgina og hélt áfram að flísaleggja. Kláruðu nokkurnvegin eldhús og skrifstofuaðstöðuna svo smiðir geti byrjað að smíða þá veggi sem þarna vantar. Það gekk einnig vel inni í sýningarsalnum og er flísalögnin farin að taka á sig skemmtilega mynd. Þó það sé mikil vinna að leggja flísarnar eftir geirunum verður hún miklu skemmtilegri þannig lögð.


2. febrúar 2008: Jolli múrari, Höddi og Arna Benný voru hér í dag og flísalögðu móttökurýmið og aðeins inni í salnum. Eins og sjá má af myndunum sígur flísalögnin áfram.


23. janúar 2008: Okkur var boðið að vera viðstödd úthlutun úr Aurora Velgerðarsjóður í Þjóðmynjasafni Íslands. Þar var búið að gera skemmtilega umgjörð, flutt lifandi og skemmtileg tónlist. Þarna var svo tilkynnt að það yrðu 4 aðilar sem fengju styrk að þessu sinni. Tónlistarverkefnið Kraumur, Sjúkrahúsbygging í Malaví, Menntaverkefni í Síerra Leóne og svo Fuglasafn Sigurgeirs (á þessum link má sjá rökstuðning þeirra fyrir því að veita okkur þennan styrk).
Það voru þau heiðurshjón Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson sem stofnuðu þennan sjóð á afmælisdegi Ólafs fyrir sléttu ári síðan. Til hamingju með afmælið Ólafur.

Þegar Ólafur steig í pontu og tilkynnti að Fuglasafn Sigurgeirs fengi 20 miljónir í styrk, já 20.000.000 kr, til að setja upp safnið tók hjartað mikin gleðikipp. Og þau orð sem hann lét falla við þetta tækifæri í okkar garð yljuðu manni vel.

Þessi styrkur skiptir okkur alveg gríðarlega miklu máli. Gerir okkur kleift að setja safnið upp svo sómi sé að og safnið verði áhugavert fyrir alla, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, áhugamenn eða lærðir. Svo er þetta vítamínsprauta fyrir okkur sem stöndum í þessu basli. Þetta sýnir okkur að það sem við erum að gera er áhugavert og sérstaklega að það eru aðrir en við sem trúa því að við getum gert þetta safn að áhugaverðum stað sem almenningur vill skoða.

Ingibjörg og Ólafur Þakka ykkur alveg kærlega fyrir þetta framlag.


21. janúar 2008: Fyrr í mánuðinum hringdi í mig maður og spjallaði við mig um fuglasafnið, hvernig gengi með bygginguna og að fjármagna dæmið og kom með uppástungur hvað væri hægt að gera. Hann kom ásamt öðrum í sumar í heimsókn til að skoða hvernig gengi. Í dag kom svo kvittun í póstinum um að það hefðu verið lagðar 50.000 kr inn á reikning fuglasafnsins. Þegar svona gerist styrkist maður í trúnni um að við séum á réttri leið með þetta verkefni og aðrir hafa trú á því sem er að gerast.
Jórunn og Sigurgeir, Sigtúnum, Eyjafirði. Hafið þið bestu þökk fyrir þetta framlag og takk kærlega fyrir.

 

17. janúar 2008: Jón Illuga mætti í dag og byrjaði að flísaleggja gólfin. Þetta er mikil vinna því flísarnar eru lagðar í geira eins og öll byggingin er. Það sem komið er lofar góðu og held ég að þetta verði flott gólf.


12-13. janúar 2008: Halli í Brekku og Pétur Kristjáns komu og unnu eina helgi með okkur við að klára að gifsklæða loftin á snyrtingunum, fyrir ofan alla gluggana, fyrir neðan þakgluggan og útveggina í skrifstofurýminu. Sem sagt að það er búið að gifsklæða allt nema vegginn sem skilur að skrifstofu og sal en hann verður ekki settur upp fyrr en búið er að flísaleggja gólfin.


29. desember 2007: Það er langt komið með að leggja raflögnina fyrir snyrtingarnar. Sigga, Svanhildur og Stefán hjálpuðu svo við að mála sýningarsalinn og steyptu veggina frammi og er það búið.


24. Desember 2007: Óskum landsmönnum öllum
GLEIÐLEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS
.
Sendum sérstaklega góðar kveðjur til allra sem hafa hjálpað okkur á einhvern hátt við byggingu Fuglasafns Sigurgeirs.

   

21. desember 2007: Í dag náðis sá áfangi að það er farið að kynda húsið með gólfhitalögninni og hitatúpunni. Pípulögnun lokið nema fyrir ferskvatnið en þar sem það er ekki komið í hús er ekki hægt að klára það, einnig á eftir að setja upp ofnana en það er ekki hægt fyrr en búið er með alla veggi. Loftræstingin fyrir snirtingarnar er einnig komin upp.


13. desember 2007: Múrararnir, Jolli, Höddi, Arna Benný og ???, mættu í dag og kláruðu að pússa salinn. Eina múrvinnan sem er þá eftir er að lagfæra tjörnina. Svo er einnig verið að vinna í pípulögnum og raflögnum.

 


4. desember 2007: KEA styrkti okkur um 150.000 kr til að skrá safnið á viðurkenndan hátt. Vinna við skráningu er komin nokkuð áleiðis en þó er langt í land til að klára það. Þessir fjármunir hjálpa okkur til að geta klárað það verkefni. Takk fyrir okkur. Hér er linkur á frétt frá því þegar Menningar og viðurkenningarsjóður KEA úthlutar styrkjum til ýmissa verkefna í samfélaginu.


21. nóvember 2007: Sparisjóður Þingeyinga styrkir byggingu fuglasafnsins um 200.000 kr. Þessir peningar nýtast okkur vel í því átaki að koma safninu á legg. Takk kærlega fyrir okkur.


18. nóvember 2007: Jolli múrari mætti hér um daginn með flokk manna og kláraði að múra veggina frammi og tók einn vegg í sýningarsalnum. Systkinin Svanhildur og Stefán máluðu um helgina þá veggi sem búið var að múra, takk fyrir hjálpina. Pípulagnir síga áfram en nokkur handtök samt eftir. Fundaði með Eggert hjá VGK-Hönnun um útfærslu á loftræstikerfinu svo það er komið í fulla vinnslu.


13. nóvember 2007: Í dag var stofnað félag um fuglasafnið sem er sjálfseignarstofnun og heitir Fuglasafn Sigurgeirs ses. Þetta þýðir að fuglasafnið á sig sjálft og ef einhver hagnaður verður af því fer hann allur í uppbyggingu á safninu. Það er einnig komið lógó fyrir félagið, sjá hér til hliðar.


05. Nóvember 2007: Það hefur gengið ágætlega með pípulögnina þó við strönduðum víða því það vantaði alltaf eitthvað, það getur verið ókostur að vera langt upp í sveit þegar eitthvað smotterí vantar. En samt þetta er komið vel á veg. Halli í Brekku kláraði að smíða grindina í loftið á snyrtingunum svo nú er bara eftir að klæða þær og þá er smíðavinna búin þar.


02. Nóvember 2007: Gísli Gunnar er að hjálpa mér við pípulagnirnar, þetta er heilmikið verk að leggja þetta allt svo vel sé. Svo hefur Halli í Brekku verið hér um helgina við að gifsklæða snyrtingarnar og smíða grind fyrir loftið þar sem það er tekið niður. Það er líka byrjað að spartsla í veggina sem á að mála.


22. Október 2007: Hlutirnir ganga frekar rólega að okkur finnst. Það er mikið að gera hjá iðnanðarmönnum svo eftitt er að fá þá hingað upp í sveit. En þó þokast aðeins áfram. Það er búið að ganga frá lýsingu í tæknirýminu og setja upp rafhitaketilinn frá Rafhitun , ganga frá raflögn inn í bátaslýli og setja upp bráðabirgða lýsingu þar. Það er verið að leggja pípulagnir að vöskum og salernum og setja upp salerniskassana. Snyrtingarnar eru orðnar klárar til gifsklæðningar.


20. September 2007: Ísleifur Jónsson ehf lét okkur hafa salerni, vaska og blöndunartæki á mjög hagstæðum kjörum. Þökkum kærlega fyrir þennan stuðning.

 

9. september 2007: Nú hafðist það að klára að klæða safnið að utan. Aðeins eftir að klæða 2 hurðir og undir þakskyggnið yfir inganginum.


31.ágúst 2007: Jóhann Jón Þorvaldsson var mikill vinur Geira heitins. Þeir voru báðir miklir náttúruunnendur og hafa sennilega kynnst í gegnum það áhugamál. Jóhann Jón var mikill áhugamaður um fuglasafnið og hefur komið nokkrum sinnum í skúrinn til Geira og einnig eftir fráfall hans. Hann fylgdist vel með uppbyggingu safnsins.

Jóhann Jón lést í dag 31. ágúst og sendum við fjölskyldu hans okkar bestu samúðarkveðjur.


26. ágúst 2007: Við vorum stopp með klæðninguna vegna naglaskorts. Fengum þá í síðustu viku svo nú sígur klæpðningin áfram. Um miðjan mánuðinn mættu hér smiðir og klæddu gifs á útveggi og byrjuðu á milliveggjum fyrir snyrtingarnar. Jolli og Hörður múrarar mættu hér einn eftirmiðdag og lögðu í gólfið í tæknirýminu og lagfærðu 2 veggstubba inni í safninu. Svo var klárað að mála gólfið í tæknirýminu og veggstubbarnir sem gert var við voru einnig málaðir.


13.ágúst 2007: Halli í Brekku og Pétur Kristjánsson frá Akureyri komu og unnu svolítið í gifsklæðningu og gengu svo frá þakglugganum á samt Gylfa frá Límtré Vírnet. Svo nú er komið gler í gluggan og hægt að horfa til himins innan úr safninu.


29.júlí 2007: Jón Illugason múrarameistari mætti á staðinn í gær og pússaði tæknirýmið og ætlar svo að koma einhvern næstu daga og klára leggja í gólfið í tæknirýminu og svo í framhaldi pússa alla veggina að innan. Tæknirýmið var svo málað að í dag. Hitatúban fyrir hita og neysluvatn frá Rafhitun kom fyrir helgina og verður sett upp um leið og gólfið er klárt og í framhlaldi af því hefst lagnavinna.

 


14. júlí 2007: Í dag var klárað að ganga frá í jörð raflögn og hitalögn út í bátaskýli. Malarvinnslan lánaði okkur litla gröfu til að grafa lagnirnar niður, þökkur kærlega fyrir það. Þar sem ekki var til einangrun utan um hitalagnirnar var brugðið á það ráð að skera niður steinull sem við áttum í afgnag í ræmur og gera svo rauf fyrir lagnirnar, svo var búin til samloka úr ullinni og rörin á milli, byggingaplast lagt yfir og svo mokað yfir. Það verður að bjarga sér í sveitinni.


12. júlí 2007:Menningar og styrktarsjóður Kaupþing banka styrkti byggingu safnsins um 500.000 kr. Þökkum við Kaupþing banka kærlega fyrir stuðningin sem á eftir að koma sér vel.


01. Júlí 2007: Hlutirnir ganga frekar rólega hjá okkur núna, það er mikið að gera hjá iðnaðarmönnum og erfitt að fá þá í vinnu. Þó þokast áfram og verið að vinna í ýmsum hlutum. Klæðningin utan á húsið þokast áfram, svo er verið að huga að flísum á gólfið, setja lista utan á glugga, búið að skipta um brotna rúðu, loftræstingamál í skoðun, farið að huga að uppsetningu safnsins og fá menn í það og fleira.

Við fengum flotta gjöf frá Ólafi Sveinssyni, Akureyri. Hann sendi okkur fleiri fugla í safnið, Himbrima, Lóm, Blika, Hrossagauk, Sólskríkja, Skógarþröst, Þúfutittling og Auðnutilltling. Einnig sendi hann okkur frosin Haftyðril sem við ætlum að láta stoppa upp. Og það var meira í sendingunni því nokkur egg í eggjasafnið fylgdu með.


5. Maí 2007: Dagurinn tekinn snemma til að taka á móti múrurunum Jóni Illugasyni, Herði Benonísyni, Baldri Sveinssyni og lærlingi hjá þeim (vantar nafnið á honum) en nú er loksins komið að því að leggja ílögnina á gólfin. Steypan kom frá BM Vallá og Ingvar á dælubílnum sá um að dæla steypunni inn í öll skot. Jóki á Gautlöndum kom og hjálpaði okkur að draga úr steypunni. Svo tóku múrararnir við og sléttuðu og pússuðu svo nú eru gólfin rennislétt og fín. Takk fyrir hjálpina allir saman.


22. Apríl 2007: Nú er búið að leggja allar hitalagnirnar á gólfin í safninu sjálfu en bátaslýlið er ekki klárt ennþá. Það var SET á Selfossi sem gaf okkur allar hitalagnirnar í húsið, takk kærlega fyrir það. Það er allt að verða klárt til að steypa yfir rörin og verður það vonandi gert í næstu viku.
Klæðningin sígur einnig áfram en við strönduðum á því að fúavörnin var búinn. Flugger sendu okkur meiri vörn svo nú er hægt að halda áfram að mála og í framhaldinu að koma klæðningunni á húsið.


23. mars 2007: Það er verið að reyna þoka byggingunni áfram, klæðningin utan á húsinu eykst og nú er önnur hliðin á bátaskýlinu alveg búinn. Þetta var talsvert puð þar sem það þurfti alltaf að brölta upp og niður stillasinn og færa hann, en það hafðist. Svo hefur einnig aðeins bæst á klæðninguna á safnhúsinu. Þar að auki er verið að undirbúa gólfhitalagnir.


10. mars 2007: Þessa dagana hefur gengið frekar rólega hjá okkur. Þó má sjá einhverja breytingu, klæðningin utan á húsið er farin að sjást og gefa húsinu svip. Inni er verið að leggja hitalagnir í gólf. Þar erum við í smá vandamálum vegna þess að 2 rör sem við ætluðum að draga hitarörin í gegnum virðast vera stíflaðar. Það er verið að vinna í því að leysa það vandamál og vonandi gengur það fljótlega.


05. mars 2007: Fjárlaganefnd Alþingis veitti okkur styrk að upphæð 4.000.000 kr af fjárlögum þessa árs til áframhaldandi uppbyggingar fuglasafnsins. Við sendum fjárlaganefnd og Alþingi okkar bestu kveðjur.

 

03. Febrúar 2007: Héldum smá hitting til að að fagna því að það er búið að útibyrgja húsið og einnig að minnast þess að þann 31. janúar hefði Geiri orðið 45 ára. Þarna komu þau sem helst hafa hjálpað okkur hér heima fyrir og vonum við að þau hafi átt góða kvöldstund með okkur. Við þökkum þessu fólki kærlega fyrir hjálpina.

Við þetta tækifæri færði fyrirtækið Icefox, sem Stefán Þengilsson stýrir, okkur 50.000 kr til uppbyggingar safnsins. Þakka þér kærlega fyrir Stefán.


13. Janúar 2007: Í dag fengum við frábæra sendingu en það var uppstoppuð snæugla og fálki. Með sendingunni voru skilaboð um að þessi gjöf væri til mynningar um Eystein Sigurðsson bónda á Arnarvatni í Mývatnssveit.
Eftir þessa sendingu vantar einungis 2 fugla til að eiga alla íslensku fuglana en það eru haförn og þórshani.
Við sendum okkar bestu þakkir til þessa ókunna velunnara safnsins.


06. Janúar 2007: Rétt fyrir hátíðarnar kom til okkar stór kassi, svona eins og jólapakki. Í þessum kassa voru ljós, borð og tölvustandar sem koma til með að nýtast vel við uppsetningu safnsins. Sá sem átti heiðurinn af þessari sendingu var Jóhann Örn Guðmundsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Símanum. En Jóhann Örn var ekki hættur, hann stóð einnig fyrir því að Síminn færði okkur 3 nýjar tölvur. Þær verða notaðar í safninu til að miðla kynningar og fræðslu efni. Við þökkum Jóhanni Erni og Símanum kærlega fyrir þessar frábæru sendingar.


24. Desember 2006: Óskum landsmönnum öllum
GLEIÐLEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS
.
Sendum sérstaklega góðar kveðjur til allra sem hafa hjálpað okkur á einhvern hátt við byggingu Fuglasafns Sigurgeirs.

   

11. Desember 2006: Það er aðeins farin að sjást hvernig safnið kemur til með að líta út. Það er byrjað að setja klæðninguna utan á húsið, fyrir ofan glugga á safninu og neðst á bátaskýlinu.


01. Desember 2006: Í samkomu á Hótel Reykjahlíð var haldið upp á sameiningu Sniðils hf og Malarvinnslunnar. Þar var þessum samruna fagnað með dýrindis veislu og í tilefni þessa var Fuglasafninu færðar 100.000 kr að gjöf til áframhaldandi uppbyggingar. Við þökkum kærlega fyrir okkur. Það er alltaf gott að fá svona stuðning og hugurinn sem fylgir frábær.

Á fundi hjá Kísilgúrsjóði var einnig ákveðið að styrkja byggingu Fuglasafnsins um 600.000 kr. Takk kærlega fyrir, þessir peningar koma sér reglulega vel til að geta greitt alla reikninga fyrir áramót.


23. Nóvember 2006: Það er búið að loka húsinu. Nú er allt gler komið á sinn stað, lausu fögin og hurðirnar. Sem sagt húsið er fokhelt og er þetta stór áfangi hjá okkur. Við erum með 2 litla ofna sem kynda safnið og er bara ágætis hiti í því þó ekki sé kynt meira. Næsta mál er að koma klæðningunni utan á húsið og gera klárt inni til að leggja hitalagnrinar í gólfið og steypa yfir þær og leggja svo endanlegt gólfefni.


08. Nóvember 2006: Nú eru allir gluggar komnir í nema lausu fögin, dyr fyrir tæknirými og neyðarútgangur eru komnar en hinar vantar ennþá. Allt glerið frá Íspan er komið á staðinn og byrjað að koma því fyrir.
Landsvirkjun færði okkur aðal rafmagnstöfluna að gjöf en hún er smíðuð hjá Rafskaut. Við þökkum Landsvirkjun kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem og fyrir afnot af rafstöð þar til við fengum rafmagn í húsið. Óli Þór Jónsson lagði svo að töflunni og tengdi hana, þakka þér kærlega fyrir Óli. Starfsmenn RARIK komu svo og settu mæli í töfluna og opnuðu fyrir rafmagn inn á töfluna.
Þetta er stór áfangi að fá rafmagn í safnið og geta nú farið að lýsa og hita upp án þess að keyra ljósavél. Þó vildi ég nú frekar fá hitaveituna tengda til að sjá um upphitun en sveitarstjórn hefur ekki séð sér fært að leggja til okkar hitaveitu.


29. Októberber 2006: Nú er búið að setja takkadúkinn utan á húsið og loka með þakdúknum svo nú er hringurinn orðinn þéttur. Ennþá á þó eftir að keyra meiri möl að hringnum því hún á að ná hærra upp. Gluggarnir eru flestir komnir og byrjað að setja þá á sinn stað.


23. október 2006: Flügger litir hafa boðist til að styrkja safnið með því að láta okkur hafa málningu og fúavörn á safnið. Við þökkum kærlega fyrir okkur.


3. Októberber 2006: Það tók viku að setja þakdúkinn á húsið. Hann Gylfi frá Límtré Vírnet stjórnaði þeirri vinnu og til aðstoðar voru Axel, Dísa, Sigga og Biggi á Litluströnd. Nú er þakið klárt undir torfið en það kemur ekki fyrr en á næsta ári. Það er búið að setja pappa og lektur utan á húsið og aðeins beðið eftir klæðningunni. Þá er búið að panta glugga og hurðir frá Gluggasmiðjunni og kemur það upp úr miðjum mánuðinum.

28. September 2006: Nú er búið að einangra allt þakið og bíður það bara eftir því að Gylfi frá Límtré Vírnet komi og leggi þakdúkinn ofan á allt saman, hann er væntanlegur í næstu viku. Þær systur Dísa og Stebba hafa unnið mikið í þessari einangrunarvinnu og svo fengu þær hjálp frá Gautlandabræðrum, Jóhanni og Sigurði, Bigga frá Litluströnd og Jóa í Álftagerði. Takk kærlega fyrir hjálpina.
Svo er búið að klæða allt að utan sem á að klæðast með krossvið og langt komið með að keyra hraunmöl að húsinu.


20. September 2006: Árni hjá Rafteikningu skilaði fullkláruðum rafmagnsteikningum svo nú er hægt að huga að raflögnum og öllu því tengdu.


17. September 2006: Eigendur fyrirtækisins Sandblásturs og Málmhúðunar komu í heimsókn til okkar og skoðuðu framkvæmdirnar. Þegar skoðunarferðinni lauk kvöddu þeir okkur með þeim orðum að við þyrftum ekki að greiða neina reikninga frá þeim hér eftir. Þeir ætluðu að styrkja uppbyggingu safnsins með því að láta okkur fá þær vörur sem Sandblástur og Málmhúðun hefur í sölu og frmaleiðslu.
Við þökkum þessu heiðursfólki kærlega fyrir þetta höfðinglega framlag til safnsins.


16-18. September 2006: Klárað að klæða neðra þakið með krossvið og einangra það, langt komið með að klæða efra þakið með krossvið. Byrjað að smíða þakkantinn


08-10. September 2006: Manfreð Vilhjálmsson arkitekt að fuglasafninu mætti um helgina með syni sína og tengdason í sveitina. Þeir höfðu ákveðið að koma til okkar eina helgi og hjálpa okkur við að byggja. Þetta var frábært framtak hjá þeim og gaman að hafa þá hjá okkur þennan tíma. Við þökkum þessum heiðursmönnum kærlega fyrir.


03. September 2006: Klárað að setja þverlekturnar á límtrésbitana í safnarýminu. Þetta var mikil vinna því það þurfti að sníða hverja einustu spítu og saga hvern enda með 3 sniðum til að þetta félli nú allt vel saman. Nú er allt þakið klárt til að setja á það krossvið og svo í framhaldi einangrun og dúk.


20. Ágúst 2006: Það hefur gengið frekar rólega síðasta mánuðinn vegna sumarfrís smiða og anna okkar við vinnu og heyskap. Þó er fremri bygginginn klár til að setja krossviðinn ofan á þakið. Það er einnig búið að prófa dæla upp úr brunninum fyrir ferskvatnið og lofar það góðu. Árni hjá Rafteikningu hefur unnið talsvert í rafmagnsteikningum og eru þær langt komnar.


22. Júli 2006: Nú er komið nokkuð húslag á safnið þar sem þaksperrurnar eru komnar á sinn stað. Í dag var glampandi sólskin og vel heitt. Vatnið spegilslétt og fallegt um að litast í Mývatnssveit. Þrátt fyrir hitann var unnið við að einangra bátaskýlið.


21. Júli 2006: Veðrið lék nú ekki alveg við okkur þegar við vorum að setja upp þakbitana frá Límtré Vírnet, það var bara ausandi rigning. Stefán Stefánsson úr Kröflu kom og hífði bitana upp fyrir okkur. Þökkum við honum og Kröfluvirkjun fyrir hjálpina með þetta verk.


20. Júlí 2006: Verið að undirbúa að koma þakbitunum fyrir. Á myndinni sést þar sem búið er að byggja undir rörið sem er í miðjunni og allir bitarnir hvíla á.


16. Júni 2006: Byggingaframkvæmdir ganga ágætlega og er kominn nokkuð góð mynd á bátaskýlið, þar er búið að reisa og verið að klára að klæða með korssvið og byrjað að setja lektur fyrir einangrun. Svo verður vonandi byrjað á fuglasafninu sjálfu í þessari viku.


11. Júlí 2006: Í dag fylgdum við Heiðari Þ. Jóhannsyni til grafar en hann fórst af slysförum þann 2. júlí síðastliðinn. Heiddi var búinn að vera okkur mjög hjálplegur við fuglasafnið. Við þökkum kærlega fyrir hjálpina og sendum aðstendum okkar bestu samúðarkveðjur.


3. Júlí 2006: Límtré Vírnet styrkti okkur rausnalega í límtréskaupum fyrir safnið og þökkum við kærlega fyrir okkur. Nú er loksins byrjað að vinna aftur fyrir alvöru við bygginguna. Fyrst ætlum við að reisa bátaskýlið og koma okkur upp vinnuaðstöðu þar og halda svo beint áfram í safnahúsið.


29. júní 2006: Starfsmenn símans mættu á staðinn og plægðu niður símastreng fyrir safnið. Þegar starfsmenn RARIK fréttu af þessu sendu þeir rafstreng í sveitina í hvelli og sáu símamenn einnig um að koma honum ofan í jörðina. Þökkum við þessum mönnum fyrir þeirra framlag.


1. Júni 2006: Skógrækt Ríkisins á Hallormsstað gaf okkur lerki- og birkibök sem fara í klæðningu utan á húsið. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Stefán Stefánsson bílstjóri úr Kröflu átti leið um austurlandið og sá hann um flutningana á timbrinu hingað í Mývatnssveit. Þökkum við honum einnig kærlega fyrir.


30.maí 2006: Barst fuglasafninu þessi höfðinglega gjöf, þökkum við aðstandendum Veigu kærlega fyrir og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni og vonum að við getum gert bátnum Sleipni hátt undir höfði í safninu.

Fuglasafn Sigurgeirs, Ytri-Neslöndum.

Ömmusystir okkar, Sigurveig Sigtryggsdóttir í Syðri-Neslöndum hafði mikinn áhuga á að varðveita bátinn Sleipni, sem bróðir hennar Jón átti og notaði til flutninga á Mývatni.
Bátur þessi hafði óneitanlega mikið hlutverk í byggða- og samgöngumálum Mývetninga.
Sigurveig vildi styrkja safn sem væri í Mývatnssveit og gæti hýst Sleipni og hafði lagt til hliðar fjármuni sem ætlaðir voru til þess.
Það er því mjög vel við hæfi að Fuglasafn Sigurgeirs, frænda Sigurveigar,
hljóti þennan styrk, að upphæð 3 milljónir króna.

Með bestu kveðju.
F.h. dánarbús Sigurveigar Sigtryggsdóttur,
afkomendur Reynis og Tryggva Tómassona frá Syðri-Neslöndum.

17.maí 2006: Manfreð Vilhjálmsson skilaði fullgerðum arkitektateikningum svo nú styttist í að allar teikningar verði full klárar. Vetur konungur hefur aðeins verið að ergja okkur með snjó þó það ætti að vera komið sumar. En vonandi getur við farið að byrja á fullu aftur.

28.mars 2006: Var á fundi hjá Bjarna Jóni í Línuhönnun í Reykjavík. Þar lagði hann fram lokateikningar af öllu burðarvirki fuglasafnsins. Bjarni og fleiri hjá Línuhönnun hafa lagt mjög mikla vinnu í þessar teikningar. Við þökkum Bjarna Jóni og hans samstarfsfélögum kærlega fyrir aðstoðina og Línuhönnun sérstaklega fyrir að styrkja okkur með þessum teikningum en Línuhönnun gaf alla þessa vinnu.

7. febrúar 2006: Nú verður að huga að áframhaldandi vinnu við byggingu safnsins. Næsta mál er að fá límtré, einangrun, timbur, gler og glugga til að geta útibyrgt húsið. Vonandi verður hægt að byrja aftur á fullu í apríl. Íspan ætlar að styrkja okkur um gler í fuglasafnið bæði úti sem inni. Þetta er mjög rausnarlegt hjá þeim og þökkum við kærlega fyrir okkur og óskum Íspan alls hins besta.

31. janúar 2006: Fjárlaganefnd Alþingis veitti okkur 3.000.000 kr styrk til áframhaldandi uppbyggingar á safninu. Takk kærlega fyrir.

Desember 2005: Veðrið getur verið skemmtiletg og fagurt í Mývatnssveit á veturna líka. Svona getur útsýnið verið á veturna hjá fuglasafninu.

Óskum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið við byggingu fuglasafnsins
Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs

 

23. Nóvember 2005: Búið að slá frá öllu, steypan kom nokkuð vel út. Það er mjög ánægjulegt að hafa náð þessum áfanga.

Nú bíðum við með frekari frmakvæmdir fram á næsta vor en þá verður byrjað á fullu aftur. Svartasta skamdegið verður notað til að leita að fjármagni og öðrum styrkjum til að geta haldið áfram.

Við þökkum öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við þesar framkvæmdir.

 

8. Nóvember 2005: Veggirnir steyptir. Það var mjög gaman að geta klárað steypuvinnuna á þesu ári. Þó er smávegis eftir þar sem við fengum ekki nóg af steypu frá Steinsteypi á Húsavík. Útreiknað magn á steypu er 29 rúmmetrar, þeir hjá Steinsteypi sögðust hafa komið með 32,5 rúmmetra en það dugði samt ekki, það vantar um hálfan rúmmeter ennþá, það er eitthvað að þessari mælingu hjá þeim þó þeir viðurkenni það ekki. En þetta litla sem eftir er klárum við næsta vor.

 

23. Októberber 2005: Byrjað að slá upp fyrir veggjunum, búið að slá upp ytra byrgðinu á hringnum í safnarýminu og járnabinda það. Það eru notaðar svokallarar Doka plötur við uppsláttinn.

Birgir Steingrímsson frá Litluströnd hefur verið duglegur að hjálpa okkur við járnabindinguna. Takk fyrir það.


14. Októberber 2005: Það var góðum áfanga náð þegar það hafðist að steypa plötuna. Steypan kom frá Steinsteypi og Sniðli, dælubíll frá BM Vallá. Jón Illugason og Hörður Benónísson múrarar sáu um að rétta plötuna af og svo kom Sigurður á Gautlöndum og aðstoðaði okkur líka.

6. Októberber 2005: Klárað að keyra í grunninn hraunmöl frá Jóni Inga í Vogum, mölin þjöppuð með jarðvegsþjöppu sem við fengum lánaða á Sniðli. Jóhann á Gautlöndum kom á dráttarvél og hjálpaði okkur í þessu verki. Þökkum þessum aðilum kærlega fyrir aðstoðina.

 


29. September 2005: Klárað að slá frá sökklinum. Nú er bara að bíða eftir að allan snjó taki upp svo hægt sé að keyra í grunninn.

21. September 2005: Sökklarnir og tjörnin steypt, steypan kom frá Sniðli og Steinsteypi og svo fengum við dælubíl frá Akureyri til að dæla steypunni í mótin og er mikill hægðarauki í því. Jón Illuga múrarameistari sá um að rétta gólfin af. Þeir Gautlandabræður Jóhann og Sigurður hjálpuðu einnig við steypuvinnuna.

9. September 2005: Nú er komið nokkuð vel á veg með að slá upp fyrir sökklunum. Jónas smiður hefur leitt þá vinnu og honum hafa verið til aðstoðar Dísa, Axel og Pétur. Svo komu Birgir Steingrímsson og þeir Gautlandabræður Jóhann og Sigurður og hjálpuðu okkur.
24. Ágúst 2005: LOKSINS, LOKSINS er byrjað að byggja. Jónas Gestsson smiður hjá Norðurvík mætti á staðinn og byrjaði að slá upp fyrir grunninum.
28. Júlí 2005: Rotþróin frá Borgarplast kom í hlað í dag. Þetta er stórt og mikið stikki, 9600 lítrar. Bíllinn hans Geira er bara lítill miðað við hana.
Borgarplast styrkir byggingu fuglasafnsins að upphæð 183.000 kr, til mynningar um Böðvar Björgvinsson, símvirkja, sem drukknaði í sama slysi og Sigurgeir.

19. júlí 2005: Norðurvík á Húsavik hefur tekið að sér að byggja fuglasafnir og hefjast handa von bráðar

14. júní 2005: Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs ákvað að styrkja byggingu fuglasafnsins um 150.000 kr. Takk kærlega fyrir.

30. apríl 2005: Á aðalfundi KEA var okkur úthlutað 500.000 kr úr Menningar og viðurkenningarsjóði KEA. Það bárust 139 styrkumsóknir í sjóðinn og hafa aldrei verði fleiri. Veittir voru alls 57 styrkir að upphæð 13.365.000 kr. Sjá nánar á heimasíðu KEA www.kea.is Við þökkum KEA kærlega fyrir stuðninginn.

23. mars 2005: Fundað með starfsmönnum Línuhönnunar. Þeir eru alveg að verða búnir að teikna og reikna burðarvirki safnsins. Það eru þeir Bjarni Jón Pálsson byggingaverkfræðingur og Eyvindur Guðmundsson byggingatæknifræðingur sem hafa séð um þessa vinnu að mestu og svo er hér Ólafur Hjálmarsson byggingarverkfræðingur sem hefur sérhæft sig í hljóðburði bygginga að hjálpa okkur.

13. janúar 2005: Fjárlaganefnd Alþingis hefur ákveðið að styrkja byggingu fuglasafnsins um 4.000.000 kr. Þökkum við kærlega fyrir okkur.

17. desember 2004: Á fundi Byggðastofnunar var ákveðið að styrkja byggingu fuglasafnsins um 500.000 kr. Þökkum við þeim fyrir stuðningin og sendum öllum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL.

17. desember 2004: Manfreð Vilhjálmsson skilaði arkitektateikningum á ýmsum frágangi hússins. Þessar teikningar eru nú langt komnar.

8. desember 2004: Kristján Flygenring skilaði lagnateikningum og eru þær nú nánast búnar.

12. nóvember 2004: Friðrik Pálmason og Ingimar Ástvaldsson, frá Vinnuvélum Pálma Friðrikssonar, áttu leið hér um Mývatnssveit með gröfu. Þeim þótti það ekki tiltökumál að stoppa hjá okkur í eina 6 tíma í vindi og skafrenningi og brjóta með fleig fyrir rotþrónni og siturlögn frá henni. Þeir fóru frá okkur um kl 21:00 og áttu þá eftir að keyra á Sauðárkrók með allar græjurnar í fljúgandi hálku og vindi. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott verk og óskum þeim góðrar heimferðar.

29. október 2004: Manfreð hefur verið á fullu við að teikna og skilaði ýmsum sérteikningum.

25. október 2004: Bjarni Jón Pálsson byggingaverkfræðingur hjá Línuhönnun er langt kominn með vinnuteikningar af grunni safnsins.

21. október 2004: Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti okkur 2.000.000 kr framlag til byggingar á safninu. Við sendum sjóðnum og aðstandendum hans kærar þakkir fyrir.

06. október 2004: Verkfræðistofan Línuhönnun hefur tekið að sér hönnun og teikningu á burðarvirki safnsins

05. október 2004: Árni Guðni Einarsson starfsmaður Rafteikningar sendi okkur rafskautsteikningar af grunni fuglasafnsins.

27. september 2004: Það byrtist flutningabíll með trailer á hlaðinu hjá okkur frá Vinnuvélum Pálma Friðrikssonar á Sauðárkróki. Bíllinn var lestaður með steinull sem er gjöf frá eigendum Vinnuvéla Pálma Friðrikssonar. Ingimar Ástvaldsson bílstjóri kom með ullina og hjálpaði okkur að afferma. Þessi einangrun dugar í allan grunninn eins og hann leggur sig. Við þökkum Friðriki, Svölu og öllum þeim sem eiga þátt í þessari gjöf kærlega fyrir og sendum þeim okkar bestu óskir um gott gengi í framtíðinni.

16. ágúst 2004: Þegar búið er að moka heilmiklu efni burtu þarf að keyra öðru efni í staðinn. Síðustu dagar hjá okkur hafa farið í það. Stefán Þengilsson lánaði vörubíl í aksturinn sem Axel sá að mestu um. Efnið var sótt í námu við flugvöllinn og gáfu langeigendur Reykjahlíðar fuglasafninu það. Nú er búið að aka því grófasta í grunninn og fínna efnið kemur ekki fyrr en sökklar hafa verið steyptir. Við þökkum Stefáni Þengilssyni og landeigendum Reykjahlíðar kærlega fyrir stuðninginn.


10. ágúst 2004: Nú mættu stóru tækin á staðinn og það var klárað að grafa fyrir grunninum. Sniðill lánaði vagn undir gröfuna. Jón Ingi Hinriksson lét okkur hafa gröfu til verksins og gróf sonur hanns Hinrik Geir grunninn fyrir okkur. Stefán Þengilsson lánaði vörubíl í aksturinn. Sendum við þessum mönnum og fyrirtækjum okkar bestu þakkir fyrir. Grunnurinn er ekki djúpur þar sem stutt var niður á hraun en það er svolítið mishæðótt. Það átti einnig að grafa fyrir rotþró í leiðinni en þar sem hún á að vera er bara hraunhella og þarf öflugri tæki í þann gröft.

 

6. ágúst 2004: Fyrsta skóflustungan tekinn. Það mættu um 80 manns til að fagna þessum áfanga með okkur. Örn frá Húsasmiðjunni á Húsavík færði okkur forláta skóflu sem Stefán Axelsson, faðir Sigurgeirs heitins, tók fyrstu skóflustunguna með. Pétur Bjarni fór aðeins yfir stöðu mála og sagði frá framgangi hönnunar hússins og hverjir hefðu komið þar að. Hvernig hefði gengið að fá tilskilin leyfi en það hefur tekið talsverðan tíma að fá þau.
Jóhannes Steingrímsson kom með góða kveðju frá Sigurgeir Aðalgeirssyni umdæmisstjóra Kíwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar. Árni Einarsson sendi kveðju frá Rannskónarstöðinni við Mývatn.

Þá var það tilkynnt að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti væri verndari Fuglasafns Sigurgeirs. Hún hefði gjarnan viljað vera hjá okkur en var vant við látinn og sendi okkur bestu kveðjur.

Að skóflustungunni lokinni var boðið upp á kaffi og kleinur og svo fóru þeir sem vildu að skoða fuglaskúrinn eins og hann er í dag.

Það yrði of langt mál að telja upp alla sem komu þarna og færðu okkur kveðjur og góðar óskir en við þökkum kærlega fyrir okkur.

 

4. ágúst 2004: Byrjað á veginum að safninu og plönum. Jón Ingi Hinriksson, Bergholti, lét okkur hafa gröfu og vörubíl í þetta verk og Sigurður Böðvarsson, Gautlöndum, kom á dráttarvél og vann þetta með okkur.

 

1. ágúst 2004: Ákveðið að taka fyrstu skóflustunguna næstkomandi föstudag 6. ágúst kl. 14:00 og er öllum velkomið að mæta og gleðjast með okkur á þessari stundu.

30. júlí 2004: Það komu engar athugasemdir við breytinguna á aðalskipulaginu en kærufrestur er útrunninn. Þá er eftir að fá samþykki sveitarstjórnar, skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra.

29. júní 2004: Rafteikning hefur tekið að sér hönnun raflagna í bygginguna.

Júní 2004: Unnið að því að fá meistara til að sjá um bygginguna og klára hönnunina. Örn Smári Gíslason rafvirkjameistari hefur tekið að sér að vera meistari yfir raflögnum. Guðmundur Lúter Sverrisson pípulagningameistari hefur tekið að sér að vera meistari yfir pípulögnum. Gísli Sverrisson vélaaverkfræðingur ætlar að sjá um burðarþolsútreikninga ofl varðandi bygginguna. Kristján Flygenring hjá VGK sér um hönnun vatns og hitalagna.

16. júní 2004: Breytingin á aðalskipulagi Skútustaðahrepps er auglýst í Lögbirtingablaðinu og er kærufrestur til 28 júlí.

3. júní 2004: Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu bygginganefndar.

26. maí 2004: Bygginganefnd samþykkir byggingu safnsins með fyrirvara um að aðalskipulagsbreytingin öðlist gildi.

29. apríl 2004: Sveitarstjórn afgreiddi breytingu á aðalskipulagi til umsagnar skipulagsstjóra.

30. mars 2004: Sótt um byggingaleyfi til bygginganefndar.

Mars 2004: Heimasíða fuglasafnsins opnuð formelga á fundi hjá Kiwanisklúbbnum Herðubreið í Mývatnssveit.

Desember 2003: Manfreð klárar teikningarnar og verða þær nú sendar á verkfræðistofu í burðarþolsútreikninga.

Október 2003: Umhverfisstofnun gefur jákvæða umsögn um skipulagsbreytingar vegna byggingar fuglasafns í Neslöndum.

Ágúst 2003: Fullmótaðar teikningar koma frá Manferð. Óskað eftir smá breytingum á þeim.

Febrúar 2003: Farið að tala um náttúrustofu á Húsavík og þá nokkuð ljóst að ekkert verður að byggingu hennar í Mývatnssveit.

Janúar 2003: Sótt um breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna byggingu fuglasafns í Ytri-Neslöndum.

September 2001: Undirbúningshópurinn telur sér ekki fært að halda áfram með málið. Það tengist byggingu náttúrustofu í Mývatnssveit og tengingu þess við fuglasafnið og Rannskókarstöðina við Mývatn.

Desember 2000: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga skilar viðskipta og rekstraráætlun fyrir fuglasafnið.

Ágúst 2000: Undirbúningshópur fyrir byggingu fuglasafnsins myndaður. Í honum eru Pétur Bjarni Gíslason, mágur Sigurgeirs, Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjór Kísliliðjunnar.

Mars 2000: Fyrstu tillögur frá Manfreð líta dagsins ljós. Þetta eru skemmtilegar hugmyndir og ákveðið að þróa þær frekar.

Haustið 1999: Haft samband við Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og hann beðinn að teikna fuglasafnið.

Til baka